19:00
Tónleikakvöld
Kammerkórinn Cappella Amsterdam og píanóleikarinn Julien Libeer

Hljóðritun frá tónleikum kammerkórsins Cappella Amsterdam og píanóleikarans Juliens Libeers sem fram fóru í De Bijloke tónlistarmiðstöðinni í Ghent í Belgíu 30. nóvember sl.

Tónleikarnir báru yfirskriftina Speglun/ Miroirs og á efnisskrá voru verk eftir Maurice Ravel, Gabriel Faure, Francis Poulenc, George Gershwin og Ēriks Ešenvalds.

Stjórnandi: Daniel Reuss.

Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.

Er aðgengilegt til 13. febrúar 2026.
Lengd: 1 klst. 30 mín.
,