10:13
Flugur
Breskar sveitir sem spiluðu á Íslandi sumarið 1983

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Í þættinum er rifjað upp þegar bresku hljómsveitirnar Echo and the Bunnymen og Classix Nouveau spiluðu í Laugardalshöll fyrir örfáa hljómleikagesti. Classix Nouveau héldu tónleika fyrir tæplega 1000 manns 16. júní og Echo and the Bunnymen spiluðu fyrir um það bil 1600 manns 2. júlí 1983. Íslenskar hljómsveitir hituðu upp fyrir þessar ensku hljómsveitir. Lögin sem hljóma í þættinum eru The Cutter, The Bachk of Love og The Killing Moon með Echo and the Bunnymen, Never Again, Is It a Dream, Manitou og Forever and a Day með Classix Nouveau og lögin Sísí með Grýlunum, Fjöllin hafa vakað með Egó og Böring með Q4U.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 46 mín.