Þáttaröð um geðheilbrigðismál.
Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir.
Þáttaröð um geðheilbrigðismál.
Geðþjónusta Landspítalans er að innleiða þjónustu við fólk með geðræn veikindi þannig að sjúklingarnir sjálfir meti þörf sína fyrir innlögn á spítalann. Með því á að fyrirbyggja alvarlegri veikindi og fækka komum fólks á bráðamóttöku. Í 10. þætti Geðbrigða er fjallað um þessa nýju þjónustu og skjólshús þar sem áherslan er líka á notendastýrðar lausnir.
Viðmælendur eru Grímur Atlason, Margrét Helga Kristjánsdóttir, Nanna Briem, Ragnheiður Eiríksdóttir Bjarman og Svava Arnardóttir.
Guðrún Hálfdánardóttir hefur umsjón með þættinum en auk hennar koma Margrét Manda Jónsdóttir og Tómas Hrafn Ágústsson að gerð þáttarins. Tæknimaður er Lydía Grétarsdóttir.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er stiklað á stóru í sögu jólahátíðarinnar, meðal annars um ofsafengin skrílslæti og fyllerí sem áður einkenndu jólin víða, og tilraunir til að banna jólahald í gegnum árin.
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Erla Björk Jónsdóttir flytur.
Útvarpsfréttir.
Tveir þættir um Laufeyju Helgadóttur listfræðing í París.
Í þáttunum er rætt við Laufeyju um hlutverk listfræðingins í menningarlífinu sem og í ferðamennsku en Laufey hefur starfað sem leiðsögumaður bæði hér heima og í París um árabil.
Sá fyrri af tveimur þáttum um Laufeyju Helgadóttur listfræðing í París.
Í þættinum segir frá leið Laufeyjar frá Dalvík til Parísar þar sem hún lærði listfræði og hóf síðan virka þátttöku í íslensku myndlistarlífi.
Efni þáttanna var tekið upp í vor þegar dagskrárgerðarkonan Jórunn Sigurðardóttir fygldist með uppsetningu síðustu listsýningarinnar í sýningarsalnum Appart 323 að heimili Laufeyjar og eiginmanns hennar, Bernards Ropa, á 25. hæð í háhýsi í 19. hverfi Parísar. Auk þeirra hjóna koma fram í þættinum textíllistakonan Helga Pálína Brynjólfsdóttir og aðstoðarkonur hennar Margrét Jónsdóttir leirlistakona og Svanborg Matthíasdóttir myndlistarkona.
Nokkuð er af tónlist í þessum þætti
Mona Heftre: Tantout rouge Tantout bleu
Francoise Hardy: Le premier bonheur du jour og Il n´ya pas dámour heureux
Tónlist úr kvikmyndinni Les Parapluies de Cherbourg, lagið Departe
Guðmundur Andri Thorsson: Og Dillidó
Edith Piaff: Sous le Ciel de Paris
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Þrír þjóðfræðingar rýna í dagbók sem skrifuð var á Ströndum á árabilinu 1846-1879. Dagbókina hélt Jón „gamli“ Jónsson sem var fátækur leiguliði, bóndi og sjómaður. Þar er skrifað um hversdagslegt amstur hans og fjölskyldunnar og samlífi þeirra við náttúruna, harðindi og hungur.
Í þessum lokaþætti rýnum við í líf Jóns eftir að hann var orðinn ekkjumaður og bjó á ólíkum stöðum á Ströndum, oftast í skjóli barna sinna. Við heyrum af snúnum samskiptum hans við húsbændur og veltum fyrir okkur hlutverki eldra fólks í gamla bændasamfélaginu. Í þættinum er brugðið ljósi á basl og sárt hungur í umhverfi Jóns, en einnig hvernig aðstæður hans lagast verulega undir það síðasta. Þannig fylgjumst við með honum rölta inn í ævikvöldið á síðum dagbókarinnar.
Dagskrárgerð: Dagrún Ósk Jónsdóttir, Eiríkur Valdimarsson og Jón Jónsson.
Tónlist: Framfari
Upplestur: Þorgeir Ólafsson
Framleiðsla og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir
Útvarpsfréttir.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Við köfum í gullkistu Ríkisútvarpsins og leyfum anda liðinna jóla að afvegaleiða okkur frá hátíðarhöldunum: Ástarbréf og barneignir árið 1820, raunir prestsins á elliheimilinu Grund og spákona les í verðandi alþingismann.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Í þættinum er fjallað um pípuorgel. Farið verður í heimsókn til Björgvins Tómassonar orgelsmiðs en hann er með verkstæði á Stokkseyri. Hann lærði orgelsmíðar í Þýskalandi og hefur smíðað tæp 40 pípuorgel sem sett hafa verið upp í kirkjum vítt og breitt um landið.
Leiðbeinandi: Anna Marsibil Clausen.
Umsjón: Guðrún Úlfarsdóttir.
Sumarfríið er alveg að byrja og sumarhátíð skólans á næsta leiti. Vinirnir Úlla og Mási spá ekki mikið í það, þau hafa mikilvægari hnöppum að hneppa. Þau ætla að sinna mikilvægu og háleynilegu verkefni sem amma Úllu hefur lagt fyrir þau. Nærbuxurnar í Hamraborg er framhaldsleikrit í fimm hlutum fyrir börn eftir Viktoríu Blöndal.
Persónur og leikendur:
Úlla: Kría Valgerður Vignisdóttir
Mási: Róbert Ómar Þorsteinsson
Magnea: Guðný Þórarinsdóttir
Sæbjörn: Kári Páll Thorlacius
Teitur: Baldur Davíðsson
Unglingur: Ragnar Eldur Jörundsson
Amma: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Skarphéðinn: Hákon Jóhannesson
Vaka Líf : Álfrún Örnólfsdóttir
Afi: Þröstur Leó Gunnarsson
Forsetinn: Hjörtur Jóhann Jónsson
Olga: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir
Diddý: Maríanna Clara Lúthersdóttir
Aron: Ágúst Örn Wigum
Fréttamaður: Starkaður Pétursson
Tónlist: Úlfur Úlfur
Hljóðvinnsla: Hrafnkell Sigurðsson
Leikstjóri: Viktoría Blöndal
Eins og fram kom í síðasta þætti gleymdist pakkinn góði í strætóskýlinu á Ægissíðunni. Nú eru góð ráð dýr. Það kemur svo í ljós að pakkinn er langt frá því að vera óhultur, hann kemst í hendurnar á manneskju sem reynist áður en yfir lýkur vera flagð undir fögru skinni. Amma sér í sjónaukanum sínum að áætlunin er öll úr skorðum og því þarf hún að taka erfiða ákvörðun.
Annan desember voru 220 ár liðin frá krýningu Napoleons. Í þessum þáttum kynnumst við Napóleon í gegnum Níels Thibaud Girerd sem er hálfur Frakki og hálfur Íslendingur. Frá Ránargötu til Rue de la Victorie fylgjum við Níelsi sem álpast um öngstræti Parísar vopnaður diktafón og íklæddur rykfrakka, í leit að svörum. Í gegnum sérkennilegar staðreyndir færir Níels okkur manninn á bak við krúnuna sem mótaði heimsbyggðina. Níels mætir keisaranum en mætir einnig sér sjálfum og fær svör við spurningum, sem gerir hálfan Frakka heilan.
Síðdegis 5. maí 1821 lést Napóleon Bonaparte, í útlegð á eyjunni Sankti Helenu. Sagan segir að við krufninguna hafi dr. François Carlo Antommarchi, einkalæknir Napóleons, freistast til þess að skera með lúmskum hætti undan keisaranum fyrrverandi. Er þetta enn enn ein lygasagan um Napóleon eða er getnaðarlimur Napóleons í raun og veru geymdur í Bandaríkjunum?
Við förum í ferðalag um borgina, enn með Marie France sem leiðsögumann og komumst að því hvað Landsbókasafnið í Frakklandi geymir mikið af gögnum um Napóleon og berum saman við hið íslenska safn. Við keyrum ennfremur kringum Sigurbogann og heimsækjum gröf sjálfs keisarans.
Umsjón: Níels Thibaud Girerd
Handrit og hugmyndavinna: Níels Thibaud Girerd og Gunnar Smári Jóhannesson
Ritstjórn: Jóhannes Ólafsson
Útvarpsfréttir.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Hljóðritun frá kvöldstund sem fór fram í Mengi við Óðinsgötu þann 31. maí síðastliðinn. Þar spilaði Ingi Garðar Erlendsson valdar plötur úr 78 snúninga plötusafni Erlendar Guðmundssonar í Unuhúsi, sem hafa ekki fengið að hljóma frá því um miðja síðustu öld. Jafnframt er rabbað um samveruna á þessum fræga samkomustað skálda og listamanna á sínum tíma, tónlistarinnflutning og plötusöfnun. Þátttakandur auk umsjónarmanna eru Ingi Garðar Erlendsson og Gerður Róbertsdóttir sérfræðingur hjá Borgarsögusafni.
Umsjón: Guðni Tómasson og Sunneva Kristín Sigurðardóttir.
Framleiðsla: Guðni Tómasson.
Kvöldfréttir útvarps
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er stiklað á stóru í sögu jólahátíðarinnar, meðal annars um ofsafengin skrílslæti og fyllerí sem áður einkenndu jólin víða, og tilraunir til að banna jólahald í gegnum árin.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Kenny Barron og hljómsveit leika lögin Here's That Rainy Day, A Flower, Darn That Dream, The Meantime, Cinco og Two Areas. Chris Cody Coalition flytur lögin African Dance, Green´s Peace, Shadow Across The Land, Flooze Blooze og Gare de l'Est. Orgelleikarinn Jimmy Smith og hljómsveit leika lögin Tenderly, Slow Freight, You Better Go Now, Lil' Darlin' og Days Of Wine And Roses.
Allir hafa sögu að segja. Í þættinum Íslendingasögur segir fólkið í landinu sögur; sögur af atburðum sem það hefur upplifað, lífsreynslusögur, gamansögur, alla vega sögur.
Ingibjörg Ingadóttir var 16 ára þegar innrásin í Tékkóslóvakíu átti sér stað í ágúst 1968. Ingibjörg segir frá viðbrögðum almennings hér heima, mótmælunum við sovéska sendiráðið sem hún tók þátt í, og pólitískri umræðu þessa tíma.
Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir.
Föstudagurinn 10. nóvember 2023 var upphafið að nýjum kafla í sögu Grindavíkur. Íbúar bæjarins neyddust til að yfirgefa heimili sín í miklum flýti og við tók gríðarleg óvissa um framtíðina. Í þessum þáttum fylgjumst við með lífi Grindvíkinga þróast í takt við sífelldar breytingar.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Nú þegar ár er liðið frá rýmingu veltum við fyrir okkur staðnum Grindavík. Við heyrum sjónarhorn þeirra sem hafa ákveðið að kveðja bæinn og þeirra sem vilja hvergi annars staðar vera.
Viðmælendur: Bentína Frímannsdóttir, Marteinn Guðbjartsson, Aðalgeir Jóhannsson, Magnús Máni Magnússon, Jóhanna Harðardóttir, Teresa Birna Björnsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Gunnar Tómasson og Eiríkur Óli Dagbjartsson.
Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir
Tæknimaður: Mark Eldred
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan tekur sporið með KK-sextettinum, hljómsveitinni sem Kristján Kristjánsson og Svavar Gests stofnuðu árið 1947. Á fimmtán ára ferli sveitarinnar komu margir af bestu söngvurum landsins við sögu KK-sextettsins, þ.á.m. Elly Vilhjálms, Óðinn Valdimarsson, Haukur Morthens, Ragnar Bjarnason, Sigrún Jónsdóttir og Alfreð Clausen. Mest af efninu er leikið af útgefnum hljómplötum en sumt, þ.á.m. söngur KK sjálfs, þ.e. saxófónleikarans Kristjáns Kristjánssonar, hefur einungis varðveist á einkasegulböndum. Þess má geta ekkert heildstætt geisladiskasafn er til með útgefnum hljómplötum KK-sextettsins. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Útvarpsfréttir.
Tónlist af ýmsu tagi.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Gísli Marteinn Baldursson leiðir hlustendur inn í laugardaginn, tekur stöðuna á fólki og fréttum, spilar góða tónlist og fær til sín vel valda gesti.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Ragga Holm.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Jónas Sigurðsson fagnaði fimmtugsafmæli 16. maí 2024 og af því tilefni er farið yfir tónlistarferil Jónasar í tali og tónum með efni sem er aðallega tekið úr þáttaröðinni Árið er... íslensk dægurlagasaga í tali og tónum.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson.
Lagalisti:
Jónas Sigurðsson - Milda hjartað 2
Sólstrandargæjarnir - Sólstrandagæji
Sólstrandargæjarnir - Gæji
Sólstrandagæjarnir - Rangur maður
Sólstrandagæjarnir - Partý á Rassgötu 3
Jónas Sigurðsson - Þar sem malbikið svífur mun ég dansa
Jónas Sigurðsson - Ofskynunarkonan
Jónas Sigurðsson - Baráttursöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum
Jónas Sigurðsson - Allt er eitthvað
Jónas Sigurðsson - Diskótek Djöfulsins
Jónas Sigurðsson - Hamingjan er hér
Jónas Sigurðsson - Skuldaólin
Jónas Sigurðsson - Hleypið út úr þessu partýi
Jónas Sig. & Ritvélar framtíðarinnar - Rangur maður (Lifandi á Bræðslunni)
Jónas Sig. & Lúðrasveit Þorlákshafnar - Þyrnigerðið
Jónas Sig. & Lúðrasveit Þorlákshafnar - Fortíðarþrá
Jónas Sig. & Lúðrasveit Þorlákshafnar - Hafsins hetjur
Jónas Sig. & Lúðrasveit Þorlákshafnar - Hafið er svart
Áhöfnin á Húna - Sumardagur
Áhöfnin á Húna - Veistu hvað
Drangar - Örmagna
Drangar - Bál
Drangar - Nýtt upphaf / Annar dagur
Jónas Sigurðsson - Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá
Jónas Sigurðsson - Vígin falla
Jónas Sigurðsson - Núna
Jónas Sigurðsson - Dansiði
Jónas Sigurðsson - Höldum áfram
Jónas Sigurðsson - Ég leitaði einskis og fann
Jónas Sigurðsson - Að lokum
Jónas Sigurðsson - Milda hjartað
Between Mountains & Jónas Sig. - Það er á vorin
Jónas Sig. & Lúðrasveit Þorlákshafnar - Faðir
Útvarpsfréttir.
Kvöldfréttir útvarps
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Fréttastofa RÚV.
Spjallað við landann og leikin tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
Útvarpsfréttir.