Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.

Útvarpsfréttir.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Nýlega komu öll einleiksverk fyrir píanó eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson í fyrsta skipti út á tvöfaldri geislaplötu í flutningi Þórarins Stefánssonar. Sveinbjörn er einkum þekktur sem höfundur þjóðsöngsins "Ó, guð vors lands", sum sönglög hans eru líka vel kunn og tvö af píanóverkum hans, "Idyll" og "Vikivaki" hafa oft fengið að hljóma. En öðrum píanóverkum Sveinbjörns hefur verið sýndur lítill áhugi og mörg þeirra voru því hljóðrituð í fyrsta skipti fyrir hina nýju geislaplötu. Í þættinum verða flutt nokkur af þessum verkum og einnig verður leikin fiðlusónata Sveinbjörns í F-dúr, sem var fyrsta íslenska sónatan.

Útvarpsfréttir.
Í þættinum er flutt íslensk tónlist flutt af Karlakór Akureyrar, Hljómsveit Jan Morávek, Sigurði Ólafssyni, Karlakórnum Fóstbræðrum , Öddu Örnólfsdóttur og Ólafi Briem og Ragnari Bjarnasyni.
Sveinn Sæmundsson ræðir við Jón Guðmundsson frá Molastöðum í Fljótum, sem segir frá sjávarháska sem hann og skipsfélagar hans lentu í árið 1923 fyrir utan Hornbjarg.
Sigurjón Einarsson, skipstjóri á Garðari, botnvörpuskipi sem var stærst íslenskra skipa á fjórða áratugnum, segir frá björgun skipshafnar breska togarans Macleay, sem strandaði við utanverðan Mjóafjörð árið 1934.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Mikael Torfason var sendur í sveit sex ára gamall. Hvaða áhrif hefur dvölin á hann, foreldrana og ábúendur? Í sex þáttum heimsækir Mikael sex sveitabæi sem hann dvaldi á, á 10 ára tímabili.
Umsjón: Mikael Torfason og Þorgerður E. Sigurðardóttir
Mikael Torfason rithöfundur var sendur í sveit á hverju sumri á níunda áratugnum. Í þáttaröðinni Sendur í sveit heimsækir hann sex sveitabæi sem hann dvaldi á sem barn. Hann endurnýjar kynni við ábúendur, fjallar um ástand sveitanna og segir sína eigin sögu.
Í fjórða þætti af sex reynir Mikael að heimsækja bæinn Stóru Hildisey.
Viðmælendur í þættinum: Pétur Guðmundsson, Torfi Geirmundsson, Hulda Fríða Berndsen, Jónína Einarsdóttir og Hreinn Ólafsson.

Guðsþjónusta.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Hvernig er samband Ástralíu og bretakonungs háttað og hvað er merkilegt við hálsmen sem fannst í Englandi? Við dveljum í breska konungsveldinu í þætti dagsins.

Þátturinn Í boði náttúrunnar hefur nú göngu sína annað sumarið í röð, en í fyrra byrjuðu þau hjónakorn, Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason að rækta sitt eigið lífræna grænmeti. Þau höfðu þá enga reynslu, né hugmynd um hvernig þau ættu að koma slíku verki í framkvæmd. En til að afla sér þekkingar fóru þau á stúfana og hittu sérfræðinga og vana leikmenn á því sviði og fengu ráðleggingar og hugmyndir sem skiluðu þeim ágætis uppskeru í lok sumars. Nú þegar þau hafa tekið sín fyrstu skref í matjurtaræktinni halda þau ótrauð áfram, full metnaðar og ætla að afla sér enn frekari reynslu og þekkingar á matjurtaræktinni og frekari sjálfbærni.
Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi hvatning til að rækta sitt eigið grænmeti eða innblástur til enn frekari afreka í garðinum. (Áður á dagskrá 2010)
Í þessum síðasta þætti tala viðmælendur við Auði Ottesen garðyrkjufræðing sem býður húsfélögum uppá aðstoð við að koma upp matjurtagörðum á fjölbýlishúsalóðum. því næst Verður Hildur Hákonardóttir, myndlistarmaður og höfundur bókarinn Ætigarðurinn heimsótt og fræðir hún hlustendur m.a. um það hvernig við nýtum og geimum afrakstur sumarssins. Einnig var Hildur spurð út í bók sem viðmælendur fengu gefins við útkomu nýs tímarit sem þau gefa út og heitir einnig Í boði náttúrunnar. Bókin heitir Mat-urtabók Eggerts Þorleifssonar, tekin saman af Birni Halldórssyni í Sauðlauksdal og var um matjurtarækt á Íslandi og gefin út 1774. Þetta er einstakur gripur með mjög áhugaverða sögu.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Úrval úr Lestarþáttum vikunnar.

Útvarpsfréttir.
Hljóðritun af tónleikum í Neskirkju í 15.15 tónleikaröðinni 22.mars sl.
Áhugaverð efnisskrá á fjórum tungumálum.
Efnisskrá:
Allerseelen – Richard Strauss / Hermann von Gilm
Ich wollt ein Sträusslein binden - Richard Strauss / Clemens Brentano
Ständchen - Richard Strauss / Adolf Friedrich von Schack
Au bord du l'eau - Gabriel Faurè / René-Francois Sully-Prudhomme
Après un rêve - Gabriel Faurè / Romain Bussini
Phidylé - Henry Duparc / Charles-Marie-René Leconte de Lisle
Four songs op.13 – Samuel Barber
1. A Nun takes the Veil - Gerard Manley Hopkins
2. The Secrets of the Old - W.B. Yeats
3. Sure on This Shining Night - James Agee
4. Nocturne - Frederic Prokosch
Húsið mitt - Halldór Smárason / Sigurður Pálsson
Fossinn minn - Helgi Rafn Ingvarsson / Steingrímur Thorsteinsson
Gígjan - Sigfús Einarsson / Benedikt Gröndal
Nótt - Árni Thorsteinson / Magnús Gíslason
Enn syngur vornóttin - Mogens Schrader / Tómas Guðmundsson

Bryndís Halla Gylfadóttir leikur á selló verki Jóns Nordal frá árinu 1983.
Petri Sakari stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands í hljóðritun RÚV frá 2009

Þáttur um íslensku og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir, Atli Sigþórsson og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Reglur um notkun bókstafsins z voru afnumdar úr íslenskum stafsetningarreglum með auglýsingu 4. september 1973. Þetta var hitamál og fjölmiðlar gerðu sér mikinn mat úr því. Í þættinum eru rifjaðar upp umræður í aðdraganda afnáms zetu, einkum grein í Vísi 12. maí 1973 með fyrirsögninni: Verður zetunni fórnað? ? Íslenzk stafsetning tekin til endurskoðunar; og umfjöllun í Vikunni í júlí sama ár með fyrirsögninni: Á að hræra upp í stafsetningunni?

Fréttir
„Hverra manna ert þú?“ er algeng spurning hér á landi þegar maður hittir einhvern í fyrsta sinn. En hvað ef við spyrjum aðra manneskju þessarar spurningar og svarið leiðir út fyrir landsteinana? Í þáttaröðinni Hverra manna segja bæði innfæddir Íslendingar og innflytjendur frá ömmum og öfum sínum af erlendum uppruna; ömmur og afar sem ólu þau upp, gáfu þeim innsýn inn í fortíðina eða hjálpuðu þeim að skilja sjálfa sig.
Umsjón: Jelena Ćirić
Ritstjórn: Jóhannes Ólafsson
Myndirnar sem prýða kynningarefni eru af Salah el Din Hafez Awad og Afaf (Fifi) Abdel Lazim Lotfy.
Rithöfundurinn Maó Alheimsdóttir segir frá langömmu sinni Bronisława, sem var verndari hennar á erfiðu æskuheimili.
Viðmælandi: Maó Alheimsdóttir
Tónlist:
Nick Drake – Horn
Adrianne Lenker – Mostly Chimes
Giulio Caccini - Ave Maria í flutningi Barnakórs Varmárskóla

Veðurfregnir kl. 18:50.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Við fjöllum um bjargvætti í Sumarheimskviðum í dag en þetta er síðasti þáttur sumarsins. Í næstu viku hefjast Heimskviður að nýju. Og í síðasta þættinum ætlum við að fjalla um þá sem gera sitt besta til að gagnast góðum málefnum, það er annars vegar að bjarga flækingshundum í Taílandi og hins vegar írska tungumálinu.
Hip-hop tríóið Kneekap frá Norður-Írlandi rappar bara á írsku og helsta markmiðið er að gera írskuna aðgengilegri fyrir ungt fólk. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir fjallaði um Kneekap í lok mars, og hvað gerir sveitina og írska tungumálið svona sérstakt.
Svo fjallar Ólöf Ragnarsdóttir um írskan athafnamann sem ákvað að helga líf sitt því að bjarga flækingshundum í Taílandi? Og af hverju hefur starf hans vakið athygli víða um heim?
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Fyrirmyndir eru mikilvægur þáttur í mótun manneskjunar. Menning á stóran þátt í að gefa okkur fyrirmyndir til þess að spegla okkur í, en hvað með þá sem eru jaðar settir innan hennar. Elísabet Skagfjörð er eini skráði kynsegin leikarinn á síðu FÍL. Í þættinum velti ég upp spurninguni hvernig á hán sem sér ekki sjálft sig endurspeglað í menninguni að finna sér fyrirmyndir og hvernig er tilfinningin að þurfa mögulega að vera sú fyrirmynd fyrir önnur sem eru í sömu stöðu?
Umsjón: Aron Martin Ásgerðarson.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Atli Már Steinarsson.
Einar Jónsson var fyrsti myndhöggvari þjóðarinnar, en hann var líka málari og gerði fjölmörg tvívíð verk. List hans er táknræn og stundum torskilin – og hann lifði að mörgu leyti í eigin heimi. Í þetta skiptið skoðum við hver Einar var, hvað hann vildi segja með verkunum sínum, og hvers vegna list hans vekur enn spurningar og áhuga.
Umsjón: Atli Már Steinarsson
Viðmælandi: Alma Dís Kristinsdóttir

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Salka Sól Eyfeld.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Freyr Eyjólfsson mætir með kaffibollann sinn og grúskar í allskonar tónlist frá ýmsum tímum.

Útvarpsfréttir.

Friðrik Ómar Hjörleifsson er húsvörður í Félagsheimilinu á Rás 2 alla sunnudaga í sumar að loknum hádegisfréttum.
"Við loftum út úr Félagsheimilinu í sumar, hellum upp á kaffi, tökum spjallið og spilum dúndur tónlist. Landsmenn eru vanalega duglegir að láta í sér heyra hvort sem það eru bændur úti á túni eða eða fólk á ferðinni vítt og breitt um landið. Félagsheimilið er öllum opið frá kl. 12:40 til fjegur" eins og Friðrik Ómar segir.
Fastir liðir verða á sínum stað: Gestur þáttarins, lagaþrennan, tímaflakkið og skemmtilegasta tónlistin í bænum!

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Blönduð tónlist sem fer vel á meðan sunnudagssteikin mallar í ofninum.

Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Víddaflakk er sjötta plata SIGN, og sú þriðja sem sungin er á íslensku. Ragnar Zolberg segir að hún sé framhald af Fyrir ofan himininn sem kom út 2002. Síðasta plata frá Sign kom út 2013 og segir Ragnar Zolberg að það sé engin góð ástæða fyrir því að það hafi tekið svona langan tíma að koma þessu í verk. Í ágúst á síðasta ári byrjaði Ragnar að semja og það var eins og að skrúfa frá krana.
Ragnar smalaði hljómsveitinni saman - til Noregs þar sem hann býr. "Ekkert clicktrack - engar brellur" og var platan tekin upp yfir eina helgi, og söngurinn tekinn upp á einum degi.