15:00
Óborg
Hamfarir í borgum
Óborg

Sjónum er beint að borgarskipulagi og arkitektúr í víðu samhengi. Viðmælendur þáttanna eru frumkvöðlar, skipulagsfræðingar, arkitektar, stjórnmálamenn og aðrir sem láta sig málefni skipulagsmála og arkitektúrs varða.

Umsjón: Sunnefa Gunnarsdóttir.

Hvers konar áhrif hafa hamfarir, eins og náttúruhamfarir eða stríð á borgir? Hvers konar ferlar fara af stað og hvað er gert til að koma í veg fyrir að slíkar hamfarir eigi sér stað yfir höfuð. Hvernig viðbragðsáætlanir fara af stað þegar hamfarir ganga yfir borgir?

Í þættinum verður þessum spurningum velt upp í sambandi við tvenns konar hamfarir, hamfarir af völdum loftslagsbreytinga og hamfarir af völdum stríðsins í Úkraínu.

Rætt verður við Magnús Örn Agnesar Sigurðsson sérfræðing í umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytinu og Val Gunnarsson rithöfund og blaðamann.

Var aðgengilegt til 17. maí 2024.
Lengd: 50 mín.
,