Útúrdúr

Myndir á þili - stefnumót við tvö tónskáld

Í þessum þætti eru viðtöl við tvö íslensk öndvegistónskáld, Jón Nordal og Snorra Sigfús Birgisson, um sköpunarferli tónverka þeirra. Verk Jóns, Myndir á þili, er í forgrunni í fyrri hluta þáttarins, en í síðari hluta heyrum við bæði þjóðlagaútsetningar Snorra og píanóverk hans Eos og Selena. Fram komu: Ástríður Alda Sigurðardóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Jón Nordal. Snorri Sigfús Birgisson, Víkingur Heiðar Ólafsson.

Frumsýnt

18. jan. 2015

Aðgengilegt til

1. jan. 2026
Útúrdúr

Útúrdúr

Þættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.

Þættir

,