Útúrdúr

Trixin í tónlistinni - Prelúdíur og fúgur

Hvað er kontrapunktur, hvað er prelúdía og hvað er fúga? Þessum mikilvægu spurningum er svarað í Útúrdúr þessu sinni. Farið er ofan í saumana á einni prelúdíu og einni fúgu úr frægu safni Jóhanns Sebastíans Bachs og Atli Ingólfsson tónskáld semur ódauðlega fúgu upp úr sívinsælu íslensku popplagi. Fram komu: Atli Ingólfsson, Paul Jacobs, Víkingur Heiðar Ólafsson, Halla Magnúsdóttir.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

11. jan. 2015

Aðgengilegt til

1. jan. 2026
Útúrdúr

Útúrdúr

Þættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.

Þættir

,