Útúrdúr

Trixin í tónlistinni - Prelúdíur og fúgur

Hvað er kontrapunktur, hvað er prelúdía og hvað er fúga? Þessum mikilvægu spurningum er svarað í Útúrdúr þessu sinni. Farið er ofan í saumana á einni prelúdíu og einni fúgu úr frægu safni Jóhanns Sebastíans Bachs og Atli Ingólfsson tónskáld semur ódauðlega fúgu upp úr sívinsælu íslensku popplagi. Fram komu: Atli Ingólfsson, Paul Jacobs, Víkingur Heiðar Ólafsson, Halla Magnúsdóttir.

Frumsýnt

11. jan. 2015

Aðgengilegt til

1. jan. 2026
Útúrdúr

Útúrdúr

Þættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.

Þættir

,