Mjóifjörður
Kristinn og Janus keyra í Mjóafjörð en það renna á þá tvær grímur þegar þeir uppgötva að þeir vita ekkert hvað þeir eru að gera þar. Þeir ákveða því að halda bara lengra áfram út fjörðinn…
Ferða- og matreiðsluþáttur þar sem Kristinn Guðmundsson ferðast með vini sínum, Janusi Braga Jakobssyni, og eldar fyrir hann. Að þessu sinni fara þeir félagar um Austurland þar sem Kristinn þykist vera á heimavelli því faðir hans er fæddur og uppalinn á Eskifirði. Janus er aftur á móti nánast eins og algjör túristi. Þeir hitta alls kyns fólk og lenda í ýmsu skakkaföllum en alltaf lenda þeir á fótunum og fá sér í gogginn.