Myndasögur

Amma og ísskápurinn

Fjallað er um ljósmynd sem tekin var í tilefni 75 ára afmælis Júlíönu Friðriku Tómasdóttur. Gylfi Pálsson, barnabarn Júlíönu Friðriku, segir frá ömmu sinni og stórfjölskyldunni. Hörður Geirsson, safnstjóri ljósmynda á Minjasafni Akureyrar, segir nánar frá ljósmyndinni og ljósmyndaranum, syni Júlíönu Friðriku, Eðvarði Sigurgeirssyni.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

20. nóv. 2025

Aðgengilegt til

20. feb. 2026

Myndasögur

Stuttir þættir um sögurnar á bak við áhugaverðar ljósmyndir. Í hverjum þætti er fjallað um eina ljósmynd og sögu hennar hvað var gerast þegar myndin var tekin, hverjar voru aðstæður fólksins á ljósmyndinni og hvert er samhengið við nútímann? Leikstjóri: Þorsteinn J. Framleiðsla: Þetta líf, þetta líf.

Þættir

,