Bessastaðir í bollanum
Konurnar í saumaklúbbnum Bolla héldu veglegt kaffisamsæti fyrir Vigdísi Finnbogadóttur í Ólafsvík á kosningarferðalagi hennar 1980 og ljósmyndari og blaðamaður frá Vísi fylgdust með.

Stuttir þættir um sögurnar á bak við áhugaverðar ljósmyndir. Í hverjum þætti er fjallað um eina ljósmynd og sögu hennar – hvað var að gerast þegar myndin var tekin, hverjar voru aðstæður fólksins á ljósmyndinni og hvert er samhengið við nútímann? Leikstjóri: Þorsteinn J. Framleiðsla: Þetta líf, þetta líf.