Brautryðjendur

Gunnhildur Emilsdóttir

Gunnhildur Emilsdóttir er ein þeirra sem vildi bjóða upp á grænmetisfæði í Reykjavík. Hún var enn mjög ung þegar hún seldi grænkeramat í óleyfi en með aukinni reynslu fór hún selja óhefðbundna matreiðslu sína á hefðbundnari hátt. Með elju sinni og tilraunum tók Gunnhildur virkan þátt í vakningunni sem orðið hefur um gildi grænmetisneyslu manna.

Frumsýnt

18. júní 2017

Aðgengilegt til

15. jan. 2025
Brautryðjendur

Brautryðjendur

Í þáttaröðinni ræðir Eva María Jónsdóttir við konur sem hafa rutt brautina í einhverjum skilningi. Konurnar hafa bæði fengist við störf sem teljast hefðbundin karlastörf, fetað hina hálu braut stjórnmálaframa og komið fram með nýjungar á markaði eða í listum. Þær lýsa á mjög fjölbreyttan hátt glímu sinni við starfið, almenningsálitið og löngun til stækka eigin hugmyndaheim. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.

Þættir

,