Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Íslenskir gluggaframleiðendur segja stjórnvöld vera á góðri leið með að ganga af iðnaðinum dauðum. Þeir mega hvorki auglýsa vörur sínar né taka þátt í opinberum útboðum nema þeir geti sýnt fram á að gluggar þeirra séu með svokallaða CE-merkingu. Vandinn er sá að stjórnvöld bjóða ekki upp á slíka vottun hér á landi, heldur þurfa framleiðendur að senda gluggana til útlanda, sem getur kostað margar milljónir. Við kynnum okkur málavexti og ræðum við fulltrúa Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sem setur framleiðendum stólinn fyrir dyrnar.
Hatursorðræða gegn hinsegin fólki hefur verið í brennidepli að undanförnu. Í kvöld hefur göngu sína hér á RÚV þáttaröð sem nefnist Hatur, þar sem Ingileif Friðriksdóttir og Hrafn Jónsson rannsaka bakslag sem hefur orðið í baráttu ýmissa minnihlutahópa. Við ræðum við Ingileif.
Heimildarþáttaröð þar sem sveppir á Íslandi eru skoðaðir frá sjónarhorni vísinda, menningar, fagurfræði og sjálfbærni. Dagskrárgerð: Anna Þóra Steinþórsdóttir. Umsjón: Erna Kanema Mashinkila.
Fjallað er um heilandi og nærandi eiginleika sveppa. Skoðuð er framleiðsla á drykknum Kombucha þar sem samlífsform gersveppa og gerla kemur við sögu. Rætt er við Önnu Rósu Róbertsdóttur grasalækni um ólíka eiginleika sveppa til lækninga og heilsubótar. Þá er fjallað um hugvíkkandi efni sem finnast í vissum tegundum sveppa, t.d. trjónupeðlu.
Sænskur matreiðsluþáttur í umsjón Anne Lundberg og Pauls Svensson. Þau grænvæða vinsæla rétti og skora á kokka að vinna með nýstárlegt hráefni. Jurtaríkið er einungis nýtt að hluta til matar og því er þar enn falin matarkista. Þau ferðast um Skán í leit að hinu óþekkta græna hráefni.

Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er með óvæntan glaðning fyrir börnin sín, borðtennisborð! Honum er þó enginn hlátur í huga þegar það kemur í ljós að dóttir hans er miklu betri en hann í borðtennis..
Íslenskir viðtalsþættir þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem nýtur eftirlaunaáranna á aðdáunarverðan og jákvæðan hátt. Í hverjum þætti fáum við innsýn í líf einnar manneskju, heyrum sögu hennar, lífssýn og lærdóm sem hún hefur dregið af lífinu, auk þess sem við ræðum þær áskoranir sem fylgja því að eldast. Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Framleiðsla: Elín Sveinsdóttir.
Páll Benediktsson og Birna Björg Berndsen ventu kvæði sínu í kross árið 2020 þegar Páll fór á eftirlaun og fluttu í kúlulaga glerhús rétt utan við Hellu á Rangárvöllum. Í glerhýsinu, Auðkúlu, búa þau og reka kaffihús í dyragættinni heima hjá sér. Sannkallaður ævintýraskógur umlykur Auðkúlu og þau hafa byggt tvö gistihús á jörðinni.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Þrátt fyrir skýrt bann í lögum gegn notkun einstaklinga undir 18 ára aldri á ljósabekkjum sækir sá hópur í síauknum mæli í þá. Áhrifin eru langverst á unga húð og Elísabet Reykdal húðlæknir segir brýna þörf á að grípa inn í með fræðslu og forvörnum.
Veruleg fjölgun hefur orðið á ADHD-greiningum hjá fullorðnum á undanförnum árum og notkun adhd-lyfja aukist til muna. Elvar Daníelsson yfirlæknir og Jóhanna M. Jóhannsdóttir sálfræðingur í geðheilsuteymi ADHD fullorðinna útskýra greiningaferlið.
Fimmtánda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
Dönsk heimildarþáttaröð um áhrifavaldana og parið Morten og Fredrik sem dreymir um að stofna fjölskyldu og eignast börn. Dag einn hefur Nanna samband við þá og býðst til að ganga með barn fyrir þá eftir að hafa fylgt þeim á samfélagsmiðlum. Þau ákveða að leggja af stað í ferðalag sem breytir lífi þeirra allra.
Sænsk þáttaröð byggð á sögu eftir Ingmar Bergman. David verður ástfanginn af eiginkonu besta vinar síns og samband þeirra hefur örlagaríkar afleiðingar fyrir fjölskyldur þeirra beggja. Aðalhlutverk: Frida Gustavsson, Gustav Lindh og August Wittgenstein.
Heimildarþáttaröð um Adolf Hitler þar sem stuðst er við viðtöl við fólk sem þekkti Hitler náið til að draga upp mynd af því hver hann var í raun og veru. Þættirnir gerast í öfugri tímaröð og byrja þegar Þýskaland er í rústum eftir seinni heimsstyrjöldina. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sænsk-íslensk spennuþáttaröð um sænskan ráðherra sem leggur til að olíuborun verði bönnuð á norðurheimskautssvæðinu. Þegar Norðurskautsráðið hittist á Grænlandi til að undirrita sáttmála þess efnis er ráðist á sænskt skip í nágrenninu og áhöfninni rænt. Árásin reynist vera fyrsti hluti vel skipulagðrar aðgerðar sem ætlað er að koma í veg fyrir undirritun sáttmálans. Aðalhlutverk: Lena Endre, Bianca Kronlöf, Alexander Karim, Johannes Kuhnke og Angunnguaq Larsen. Handritshöfundar eru Birkir Blær Ingólfsson, Jónas Margeir Ingólfsson og Jóhann Ævar Grímsson. Þættirnir eru að mestu teknir upp á Íslandi og eru samframleiðsluverkefni á milli Sagafilm og Yellowbird í Svíþjóð með stuðningi frá RÚV. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.