
Ísalög
Tunn is
Sænsk-íslensk spennuþáttaröð um sænskan ráðherra sem leggur til að olíuborun verði bönnuð á norðurheimskautssvæðinu. Þegar Norðurskautsráðið hittist á Grænlandi til að undirrita sáttmála þess efnis er ráðist á sænskt skip í nágrenninu og áhöfninni rænt. Árásin reynist vera fyrsti hluti vel skipulagðrar aðgerðar sem ætlað er að koma í veg fyrir undirritun sáttmálans. Aðalhlutverk: Lena Endre, Bianca Kronlöf, Alexander Karim, Johannes Kuhnke og Angunnguaq Larsen. Handritshöfundar eru Birkir Blær Ingólfsson, Jónas Margeir Ingólfsson og Jóhann Ævar Grímsson. Þættirnir eru að mestu teknir upp á Íslandi og eru samframleiðsluverkefni á milli Sagafilm og Yellowbird í Svíþjóð með stuðningi frá RÚV. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.