Íslenskir viðtalsþættir þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem nýtur eftirlaunaáranna á aðdáunarverðan og jákvæðan hátt. Í hverjum þætti fáum við innsýn í líf einnar manneskju, heyrum sögu hennar, lífssýn og lærdóm sem hún hefur dregið af lífinu, auk þess sem við ræðum þær áskoranir sem fylgja því að eldast. Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Framleiðsla: Elín Sveinsdóttir.
Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, var alla tíð vakinn og sofinn yfir veðrinu . Hann lifði lífinu á aðdáunarverðan hátt og hafði þann einstaka hæfileika að njóta augnabliksins á gamans aldri. Páll fagnaði níutíu og fimm ára afmæli sínu með fallhlífarstökki, keyrði bíl til níutíu og átta ára aldurs og bjó á eigin heimili fram að hundraðasta aldursári. Við fáum innsýn í líf Páls sem var nýjungagjarn, hæglátur, kurteis og mikill mannvinur. Langri ævi hans lauk á friðsælan hátt stuttu eftir vinnslu þessa þáttar, 10. mars 2024. Hann var þá hundrað ára.

Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Akureyrar og Skagafjarðar. Umsjónarmaður er Þóra Arnórsdóttir sem er einnig spyrill og gestaspyrill í þessum þætti er Helgi Seljan.
Lið Akureyrar skipa Börkur Már Hersteinsson lífeðlisfræðingur, framhaldsskólakennari við VMA og doktorsnemi, Urður Snædal prófarkalesari og Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og háskólakennari við HA.
Lið Skagafjarðar skipa Guðný Zoega fornleifafræðingur á Byggðasafni Skagfirðinga, Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands og BA-nemi í spænsku við HÍ og Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Bjarney Guðrún Jónsdóttir stundar nám í virtum skóla og nýtur lífsins í heimsborginni Mílanó á Ítalíu. Bjarney hefur búið við skertan kraft í beinagrindavöðvum frá fæðingu og notat hjólastól til að komast leiðar sinnar, rétt eins og faðir hennar.

Sænsk þáttaröð í þremur hlutum um mataræði og kúra. Í þáttunum er ferns konar mataræði prófað á fjórum pörum og fylgst með því hvaða áhrif mataræðið hefur á líkamlega heilsu þeirra.

Tónlistarþættir þar sem Jón Ólafsson píanóleikari spjallar við dægurlagahöfunda og tónlistarmenn og tekur með þeim lagið. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Gestur í þessum þætti er Guðmundur Jónsson, gítarleikari og aðallagasmiður Sálarinnar.
Þáttaröð um hamfarahlýnun og hlutverk okkar sjálfra í baráttunni við loftslagsbreytingar. Hvers vegna reynist oft erfitt að gera breytingar sem við vitum að eru mikilvægar og jafnvel nauðsynlegar? Hvernig verðum við loftslagssnjallari?

Þessi þáttaröð fagnar réttindum barna á skemmtilegan og barnslegan hátt. Börnin sjálf eru í forgrunni, þau fá að tjá sig og segja sögur sínar með eigin rödd. Meginmarkmiðið er að efla sjálfsvirðingu barna, hvetja til sjálfstæðrar tjáningar og þátttöku í samfélaginu.
Fullorðnir frá öllum heimshornum hafa sammælst um reglur sem kallast Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Þessi sáttmáli á við um öll börn, sama hvar í heiminum þau búa.

Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.

Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.

Stutt innslög frá þeim Jasmín og Jómba þar sem þau tala um tónlist og tónfræði.

Safn tónlistaratriða úr Stundinni okkar þar sem krakkar eru í sviðsljósinu.
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, Berglind María Ólafsdóttir og Dagbjartur Kristjánsson úr Leikfélagi Hveragerðis flytja lagasyrpu úr leikritinu um Emil í Kattholti.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Það harðnar á dalnum samkvæmt nýrri þjóðhagsspá og Ísland kann að standa úti í kuldanum gagnvart Evrópusambandinu. Hvaða áhrif hefur þetta á kjör landsmanna og hvernig eiga stjórnvöld að bregðast við? Þingmennirnir Bergþór Ólason (M), Dagur B. Eggertsson (S) og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D) ræða málin. Þá verður Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, í viðtali.
Umsjón hefur Sigríður Hagalín Björnsdóttir.

Gráglettin finnsk glæpaþáttaröð um rannsóknarlögreglukonuna Mariu Pudas sem rannsakar glæpi í stærsta lögregluumdæmi heims, Lapplandi. Stuðst er við raunverulega glæpi sem gerst hafa á svæðinu í handriti þáttanna. Aðalhlutverk: Saara Kotkaniemi, Iina Kuustonen og Heikki Ranta. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Heimildarmynd um ástralska hljómsveitarstjórann Simone Young þar sem farið er yfir 30 ára glæstan feril hennar í karllægum heimi klassískrar tónlistar. Leikstjóri: Janine Hosking.
Heimildarþættir frá 2023 í leikstjórn James Bluemel. Fjallað er um átökin á Norður-Írlandi sem stóðu yfir í meira en þrjátíu ár, eða þar til friðarsamningurinn var undirritaður árið 1998. Fólk frá öllum hliðum átakanna deilir persónulegum sögum frá þessum tíma. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.