17:00
Fyrir alla muni
Skúli fógeti
Fyrir alla muni

Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.

Í þessum þætti er litið á borð sem leynist í kjallaraherbergi í Breiðholti og er sagt skrifborð Skúla Magnússonar, fógeta, og sannleiksgildi þess rannsakað. Einnig er fjallað um sögu Skúla fógeta, sem var einn valdamesti maður landsins um áratuga skeið og hefur stundum verið nefndur faðir Reykjavíkur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,