
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Lím og stjórnlausir krakkar eru ekki góð hugmynd! Eddi strútapabbi kemst að því í þessum þætti!
Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
Krakkarnir bjarga vinum sínum Lofti og Sjón úr svartholinu – eða hvað? Nýjar og dularfullar verur koma í þeirra stað! Nú þurfa krakkarnir að finna hið sanna Loft og hina sönnu Sjón, en leiðin er full af ævintýrum og gleymdum minningum.
Áróra lærir um goshveri á jarðhitasýningu og býr til „alvöru“ eldfjall með vinum sínum í sumarbúðunum. Þar kviknar hugmyndin – að fylla svartholið með ljósi og bjarga Lofti.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Umsjón: Bragi Valdimar Skúlason og Vigdís Hafliðadóttir. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Elíza Geirsdóttir Newman, Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, Arngrímur Fannar Haraldsson og Gunnar Ólason.
Sænskir þættir um matarsóun og hvernig hægt er að sporna gegn henni. Þáttastjórnendurnir Anna Lundberg og Paul Svensson kynna áhorfendur fyrir óvæntum uppskriftum að dýrindis réttum sem búnir eru til úr hráefni sem annars hefði verið hent.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld kynnum við okkur uppbyggingu í Grindavík, við hittum málarameistara á Ísafirði, við heimsækjum bakara á Borgarfirði Eystri og kynnumst störfum Sálarrannsóknarfélags Akureyrar.
Breskir heimildarþættir um áhrifavaldaparið Lauren og Charlie sem reynir að láta draum sinn um barneignir rætast. Charlies bíða líkamlegar áskoranir því hann er trans og þarf að hætta í hormónameðferð til að endurheimta tíðahringinn. Lauren er með áráttu- og þráhyggjuröskun og reynir að undirbúa sig andlega fyrir foreldrahlutverkið.

Sögumaðurinn og rithöfundurinn Einar Kárason fer á sögufræga staði og segir frá fólki og atburðum sem þar urðu. Frásagnarlistin er í fyrirrúmi, vettvangur atburðanna í bakgrunni. Einar segir frá kvenskörungum á söguöld, sagnariturum, höfðingjum, biskupum og baráttunni um Ísland. Dagskrárgerð: Björn B. Björnsson.
Einar Kárason segir frá Snorra Sturlusyni. Rætt er við Guðrúnu Harðardóttur sérfræðing á Þjóðminjasafni Íslands. Í þættinum er sýnt frá Reykholti og Reykholtsdal, á Hólum og í Reykjavík.

Heimildamynd frá 2018 eftir Braga Þórðarson um 50 ára sögu torfærunnar á Íslandi. Myndin er byggð á viðtölum við ýmsa keppendur og aðstandendur torfærunnar í gegnum árin sem og myndböndum, ljósmyndum og blaðagreinum frá 50 ára sögu íþróttarinnar.
Heimildamynd eftir Braga Þórðarson um 50 ára sögu torfærunnar á Íslandi. Myndin er byggð á viðtölum við ýmsa keppendur og aðstandendur torfærunnar í gegnum árin sem og myndböndum, ljósmyndum og blaðagreinum frá 50 ára sögu íþróttarinnar.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Hinn heimsfrægi rithöfundur George R.R. Martin er í skemmtilegu viðtali í Kilju vikunnar. Hann er höfundur hins mikla bókaflokks A Song of Ice and Fire sem varð að sjónvarpsþáttunum Game of Thrones með sínu óhamda ímyndunarafli og stórkostlegu persónum. Við heimsækjum Bergsvein Birgisson norður á Strandir þar sem hann býr. Hann reisti sér hlöðu og skrifar um það í bók sem nefnist einfaldlega Hlaðan. Meðfram velti hann fyrir sér stórum spurningum um mennsku og gervigreind. Spennusagnahöfundurinn Lilja Sigurðardóttir segir okkur frá nýrri bók sinni, framtíðartrylli sem kallast Alfa. Við hittum Sigrúnu Eldjárn við torfbæ í tilefni þess að hún hefur sett saman barnabókina Torf, grjót og burnirót. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Huldukonuna eftir Fríðu Ísberg, Allt sem við hefðum getað orðið eftir Sif Sigmarsdóttur og Frumbyrjur eftir Dag Hjartarson.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Í þessum þætti er litið á borð sem leynist í kjallaraherbergi í Breiðholti og er sagt skrifborð Skúla Magnússonar, fógeta, og sannleiksgildi þess rannsakað. Einnig er fjallað um sögu Skúla fógeta, sem var einn valdamesti maður landsins um áratuga skeið og hefur stundum verið nefndur faðir Reykjavíkur.

Krakkarnir bjarga vinum sínum Lofti og Sjón úr svartholinu – eða hvað? Nýjar og dularfullar verur koma í þeirra stað! Nú þurfa krakkarnir að finna hið sanna Loft og hina sönnu Sjón, en leiðin er full af ævintýrum og gleymdum minningum.
Áróra lærir um goshveri á jarðhitasýningu og býr til „alvöru“ eldfjall með vinum sínum í sumarbúðunum. Þar kviknar hugmyndin – að fylla svartholið með ljósi og bjarga Lofti.

Þorri og Þura eru álfar og heimsins bestu vinir. Einn daginn eiga þau von á Eysteini vini sínum en svo bólar ekkert á honum. Þorri og Þura leggja þá af stað í leit að vini sínum.
Þorri, Þura og Eysteinn kynnast Fjólu Þöll sem er ný flutt í hverfið. Að lokum verða þau öll góðir vinir og halda vinaveislu.
Hér birtast alls konar sögur eftir krakka, umfjöllun um þær og viðtöl við höfunda.
Þetta eru allt saman sögur sem við fengum sendar inn í sögu samkeppnina okkar og sumar enda í rafbók, aðrar í útvarpsleikhúsinu, sumar lesnar af höfundi í stúdíói og nokkar sem stuttmynd eða á leiksviði.
Það eru engin takmörk á því hvar góð saga getur endað.
Kynntu þér Sögu-verkefnið á www.krakkaruv.is/sogur
Höfundur:
Jóhanna Guðrún Gestsdóttir
Leikarar:
Kristín Erla Pétursdóttir
Bryndís Bogadóttir
Hannes Óli Ágústsson
Leikstjórn:
Erla Hrund Halldórsdóttir
Agnes Wild
Kvikmyndataka:
Gunnar Ingi Jones
Hljóðupptaka:
Finnur Björnsson
Búningar:
Ragnheiður Ólafsdóttir
Framleiðsla:
Erla Hrund Halldórsdóttir
Gunnar Ingi Jones
Agnes Wild

Norsk heimildarþáttaröð um ungt fólk og óvenjulega íþróttir sem það stundar.
Það sem á almennt er kallað Luge og eru litlir sleðar, eins eða tveggja manna. Keppendur liggja á bakinu og bruna niður ísbraut.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.

Íslensk leikin þáttaröð um fyrrverandi tollvörðinn Felix sem flyst ásamt eiginkonu sinni, Klöru, í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík. Á meðan Klara nýtur frelsisins rankar Felix við sér í innihaldslausum hversdagsleika eftir langa starfsævi og leitar tilgangs. Leikstjóri: Ragnar Bragason. Aðalhlutverk: Jón Gnarr og Edda Björgvinsdóttir.
Klara reynir að ræða hjónabandið við Felix við litlar undirtektir. Á sama tíma skipuleggur fjölskyldan inngrip vegna áfengisneyslu hennar.
Danskt fjölskyldudrama frá 2025. Líkamsleifar ungbarns finnast á háalofti í íbúðarhúsi í Kaupmannahöfn. Martha, 87 ára, játar á sig glæpinn og fleiri löngu grafin fjölskylduleyndarmál koma upp á yfirborðið. Aðalhlutverk: Ulla Henningsen, Anette Støvelbæk, Alice Bier og Rikke Eberhardt Isen.

Draumkennd spennumynd frá 2001 í leikstjórn Davids Lynch. Betty, ung leikkona í Los Angeles, kynnist hinni dularfullu Ritu. Rita þjáist af minnisleysi í kjölfar bílslyss og saman reyna þær að leysa ráðgátuna um hver hún er í raun og veru. Þær komast þó fljótt að því að ekki er allt sem sýnist. Aðalhlutverk: Naomi Watts, Laura Harring og Justin Theroux. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Felix, a retired customs officer, moves with his wife, Klara, to an assisted living facility in Reykjavík. While Klara embraces her newfound freedom, Felix struggles to find purpose in his monotonous daily life, and minor inconveniences soon spiral into major conflicts. Director: Ragnar Bragason. Main cast: Jón Gnarr, Edda Björgvinsdóttir
Klara tries to open up a conversation about their marriage, but Felix does everything he can to avoid it. Meanwhile, the family plans an intervention over Klara’s drinking.