20:15
Myndasögur (8 af 10)
Kæri skipsfélagi

Stuttir þættir um sögurnar á bak við áhugaverðar ljósmyndir. Í hverjum þætti er fjallað um eina ljósmynd og sögu hennar – hvað var að gerast þegar myndin var tekin, hverjar voru aðstæður fólksins á ljósmyndinni og hvert er samhengið við nútímann? Leikstjóri: Þorsteinn J. Framleiðsla: Þetta líf, þetta líf.

Hannes Oddsson skipstjóri segir frá því hvernig það atvikaðist að hann hóf að taka dóttur sína, Guðnýju Rósu, með til sjós. Hann var farmaður og sigldi með skreið og annan varning til Evrópu og Afríku. Guðný Rósa segir frá þessum ferðalögum út frá ljósmynd sem tekin var af henni með föður sínum á dekkinu.

Er aðgengilegt til 16. mars 2026.
Lengd: 16 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,