13:35
Kastljós
Skýrsla um Súðavíkurflóðin og nýtt nám við Háskóla Akureyrar
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Nýtt diplómanám við Háskólann á Akureyri var sett á laggir í haust fyrir fólk með fjölþættar stuðningsþarfir. Niðurstöður rannsóknarnefndar um aðdraganda og úrvinnslu eftir snjóflóðin í Súðavík hafa nú verið kynntar. Aðstandendur áttu frumkvæðið að stofnun nefndarinnar og tveir þeirra, Garðar Sigurgeirsson og Elma Dögg Frostadóttir deila viðbrögðum við skýrslunni og rifja upp sína reynslu af hamförunum fyrir 30 árum.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 23 mín.
e
Dagskrárliðurinn er textaður.
