
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Árborgar og Skagafjarðar. Umsjónarmaður er Sigmar Guðmundsson sem er einnig spyrill og gestaspyrill í þessum þætti er Salka Sól Eyfeld dagskrárgerðarkona á RÚV og tónlistarkona.
Lið Árborgar skipa Hrafnkell Guðnason viðskiptafræðingur hjá Háskólafélagi Suðurlands og hrossabóndi á Glóru í Flóahreppi, Gísli Þór Axelsson læknanemi og Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir framhaldsskólanemi sem situr í ungmennaráði Árborgar.
Lið Skagafjarðar skipa Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands, Guðný Zoega fornleifafræðingur á Byggðasafni Skagfirðinga og Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst.