Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um kílómetragjald, sem taka á gildi um áramót. Þá verður sérstakt kílómetragjald lagt á bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti - eins og rafbíla - en olíugjöld felld niður. Skiptar skoðanir eru á gjaldinu og útfærslu þess. Gagnrýnendur óttast til að mynda að nýtt kerfi hækki vöruverð utan höfuðborgarinnar og skerði samkeppnishæfni framleiðenda á landsbyggðinni. Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins, eru gestir Kastljóss.
Leikfélag Akureyrar frumsýndi verkið Elskan, er ég heima? um helgina. Þetta er frumraun Ilmar Kristjánsdóttur sem leikstjóra en Edda Björgvinsdóttir fer með eitt hlutverka - auk þess að leiða jógaæfingar fyrir leikhópinn, eins og við komumst að þegar við litum á æfingu.