Danskir heimildarþættir þar sem sex ungmenni sem þjást af streitu taka þátt í tilraun þar sem þau slökkva á símunum sínum og flytjast út í skóg. Getur dvölin í náttúrunni dregið úr streitueinkennum á aðeins sex dögum?
Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. Spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Hveragerðis og Akureyrar.
Lið Hveragerðis skipa Úlfur Óskarsson lektor hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Pálína Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri hjá Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði og Eva Harðardóttir doktorsnemi og stundakennari á menntavísindasviði HÍ.
Lið Akureyringa skipa Hjálmar Stefán Brynjólfsson lögfræðingur í Fjármálaeftirlitinu, Hildur Eir Bolladóttir sóknarprestur í Akureyrarkirkju og Sigurður Erlingsson leiðsögumaður hjá Saga Travel.
Þáttaröð frá árinu 2006 um íslenska einleikara sem allir hafa staðið framarlega í íslensku tónlistarlífi um lengri eða skemmri tíma. Umsjón: Jónas Sen. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Jónas Sen ræðir við Halldór Haraldsson píanóleikara.

Í átta þáttum ræðir Þóra Arnórsdóttir við konur sem hafa rutt brautina á hinum ýmsu sviðum mannlífsins. Rætt verður við fyrstu lögreglukonurnar, fyrsta prófessorinn, fyrstu konuna sem leiddi kvennalandslið, fyrsta prestinn, einn fremsta kvikmyndaklippara Íslands, einn fyrsta gullsmiðinn og fyrstu íslensku konuna sem söng lag inn á plötu. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Rætt við Sigríði Sigurðardóttur sem var fyrirliði kvennalandsliðsins í handbolta árið 1964 þegar liðið vann Norðurlandamót. Í kjölfarið var hún kjörin íþróttamaður ársins, en 27 ár áttu eftir að líða þar til kona varð fyrir valinu næst.

Finnsku sjónvarpskonunni Ellu Kanninen er hér fylgt eftir á ferðalagi um Suður-Ítalíu þar sem hún kynnir sér staðhætti, menningu og nýtur rómaðrar matargerðar.


Fjörugir teiknimyndaþættir um ref, tvö villisvín og fugl sem eru orðin þreytt á að lifa villt í náttúrunni og verða sér úti um búninga til að dulbúast sem venjuleg gæludýr.

Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er að gefa krökkunum sérstakt snarl sem hann hafði geymt í öryggisskápnum sínum. Klaufaskapurinn í dóttir hans leiðir til þess að hurðin á öryggisskápnum læsist. Eddi notar undarlegar leiðir til þess að opna skápinn á ný, þar sem hann hefur gleymt kóðanum!

Marri leirkall og vinir hans eru afar uppátækjasamir og í þessum þáttum lenda þeir í háskalegum ævintýrum þar sem þeir búa. Heimkynni þeirra eru fremur óvenjuleg, en þeir búa á borðplötu.

Mörgæsirnar Haddi og Bibbi haga sínu lífi eftir F-unum þremur. Fjör, fiskur og félagsskapur.

Hinir upprunalegu klassísku Strumpar í uppfærðri útgáfu í tilefni af 65 ára afmæli þáttanna.
Íslenskir viðtalsþættir þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem nýtur eftirlaunaáranna á aðdáunarverðan og jákvæðan hátt. Í hverjum þætti fáum við innsýn í líf einnar manneskju, heyrum sögu hennar, lífssýn og lærdóm sem hún hefur dregið af lífinu, auk þess sem við ræðum þær áskoranir sem fylgja því að eldast. Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Framleiðsla: Elín Sveinsdóttir.
Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, var alla tíð vakinn og sofinn yfir veðrinu . Hann lifði lífinu á aðdáunarverðan hátt og hafði þann einstaka hæfileika að njóta augnabliksins á gamans aldri. Páll fagnaði níutíu og fimm ára afmæli sínu með fallhlífarstökki, keyrði bíl til níutíu og átta ára aldurs og bjó á eigin heimili fram að hundraðasta aldursári. Við fáum innsýn í líf Páls sem var nýjungagjarn, hæglátur, kurteis og mikill mannvinur. Langri ævi hans lauk á friðsælan hátt stuttu eftir vinnslu þessa þáttar, 10. mars 2024. Hann var þá hundrað ára.

Vikinglottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Danskir heimildarþættir um listafólk með þroskahömlun. Fjallað er um sköpunarferlið og fjölbreytileika danskrar listaflóru.

Heimildarþáttaröð þar sem þrír evrópskir dansarar ferðast til Brasilíu, Suður-Afríku og New York til að kynna sér uppruna götudansins, eða „streetdance“.
Önnur þáttaröð þessara þýsku leiknu þátta hefst á árinu 1932. Harry snýr aftur til Berlínar frá Bandaríkjunum og þau Vicky fá tækifæri til að taka upp þráðinn að nýju. Á sama tíma byrjar nasisminn að láta á sér kræla. Aðalhlutverk: Naemi Florez, Ludwig Simon og Alexander Scheer. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarmynd frá 2022. Armand Duplantis, undrabarn frá Louisiana með ástríðu fyrir stangarstökki, dreymir um að verða besti stangarstökkvari í heimi. Ef draumurinn á að verða að veruleika þarf hann þó að læra að líta á mistök sem mikilvæga reynslu og tækifæri til að læra. Leikstjóri: Brennan Robideaux.
Rannsóknarlögreglumaðurinn Tom Brannick snýr aftur í annarri þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta. Brannick telur morð á spilltum endurskoðanda tengjast dularfullum leigumorðingja úr fortíðinni sem aldrei náðist. Aðalhlutverk: James Nesbitt, Lorcan Cranitch og Charlene McKenna. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.