17:57
Frímó
Fílabraut og skóahögg
Frímó

Frímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!

Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir

Frímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!

Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir

Liðin Súkkulaðikleinurnar og Bananarnir í þessum seinasta Frímó þætti Stundarinnar okkar. Liðin mætast í æsispennandi svikamyllu, keppa í þrautunum Fílabraut og Skóahögg ásamt því að berjast um stigin í bland í poka en það má ekki vera með nammi á skólalóðinni.

Svona eru þrautirnar:

Fílabraut: Annar keppandinn raðar 8 plastflöskum í tvær raðir. Hinn keppandinn er með sokkabuxur á hausnum með appelsínur í botninum og labbar á milli flaska og reynir að fella þær með sokkabuxnarananum. Liðið sem er á undan að fella allar flöskurnar sínar vinnur.

Skóahögg: Leikmenn velja sér skó til að nota sem borðtenisspaða og slá kúlur í ruslatunni. Liðin keppast um að ná sem flestum kúlum ofan í ruslatunnuna áður en tíminn rennur út.

Keppendur eru:

Súkkulaðikleinurnar: Emma Ósk Æaufeyjardóttir og Hildur María Sigurðardóttir

Bananananarnir: Díana Bragadóttir og Inga Guðný Guðmundsdóttir

Er aðgengilegt til 18. október 2026.
Lengd: 15 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,