
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Loft hefur tekið jarðormana í sátt og kynnist nú ævintýralegri tilvist þeirra í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Loft lætur sér leiðast á meðan krakkarnir búa til sína eigin tréhesta og keppa í tréhestabrokki.
Edduverðlaunaþættir frá 2016 úr smiðju Ævars vísindamanns. Sem fyrr kannar Ævar furðulega og spennandi hluti úr heimi vísindanna. Hann fer meðal annars í svaðilför til Surtseyjar og rannsaka stærstu tilraun í heimi. Stórskemmtilegir þættir fyrir alla fjölskylduna. Dagskrárgerð: Gunnar B. Gudmundsson og Ævar Þór Benediktsson.
Í þætti dagsins skoðum við hvaða áhrif einelti getur haft á líkamann, vísindakona dagsins er læknirinn Helen Taussig (leikin bæði af Sigrúnu Eddu Björnsdóttur og Sigurjónu Rós Benediktsdóttur), tvær íslenskar uppfinningakonur koma í heimsókn, við heimsækjum Einkaleyfastofuna og svo breytum við Stúdíói A í risatölvuleikjafjarstýringu!
Heimildarþáttaröð um íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, upphafsár þess og sögu, sigra og ósigra. Liðið er eitt þeirra fremstu í heiminum og stjörnur þess með þekktustu íþróttamönnum þjóðarinnar. En leið kvennalandsliðsins á þann stað sem það er á í dag var allt annað en greið.
Eftir stórleik í Rotterdam og sæti í 8-liða úrslitum fer velgengnin dvínandi. HEn hugrekki leikmanna utan vallar, ný viðhorf og met í áhorfstölum markar upphaf nýrrar nálgunar á íslenskan kvennafótbolta.
Íslensk heimildarmynd í tveimur hlutum um lífshlaup Marteins Lúthers og helstu hugmyndir siðbótarinnar. Þann 31. október 2017 voru 500 ár frá upphafi siðbótarinnar sem hafði afgerandi áhrif á þróun kristninnar. Í þáttunum ferðast Ævar Kjartansson um slóðir Lúthers í Þýskalandi og bregður upp svipmyndum af ævi hans. Rætt verður við nokkra fræðimenn um hugmyndir Lúthers og afstöðu hans til ýmissa mála. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Ferðaþættir þar sem leikarinn Örn Árnason bregður sér í hlutverk leiðsögumanns og ferðast um áhugaverða staði við þjóðveginn eða örskammt frá. Frikki Frikk, tökumaður og ljósmyndari, er fylgdarsveinn Arnar í þessum ferðum og saman sýna þeir fram á að stundum er óþarfi að leita langt yfir skammt. Léttir þættir þar sem fjallað er um náttúru, sögu og menningu.
Í þættinum heimsækjum við Hlíðarenda og minningarlund Nínu Sæmundsson. Við ræðum einnig um Þorstein Erlingsson skáld, skoðum Gluggafoss og trjásafnið í Múlakoti.
Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, og Gunnar Karl Gíslason, Michelin-kokkur, ferðast um landið og kynnast matarmenningu þjóðarinnar. Í þriðju þáttaröð Veislunnar leiða þeir félagar áhorfendur í ævintýraferðir um hinar ýmsu eyjar.
Sverrir Þór og Gunnar Karl halda veislu í hinni rómuðu Flatey á Breiðafirði með dyggri aðstoð heimamanna og annarra sem þar dvelja. Hljómsveitin GÓSS er þar á meðal og aldrei að vita nema hún taki lagið í kvöldsólinni.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Þátttaka Áslaugar Ýrar Hjartardóttur í samfélaginu er áberandi, þökk sé krafti hennar og lífsafstöðu. Áslaug Ýr greindist ung með taugahrörnunarsjúkdóm sem hefur skert sjón hennar, heyrn og hreyfigetu.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Hákon starfaði framan af sem vélstjóri á skipum en einnig sem bílstjóri og ökukennari. Hann var um skeið lögregluþjónn á Egilsstöðum og Húsavík og síðar skógarbóndi á Húsum í Fljótsdal. Hákon lét umhverfisvernd til í taka og gekk m.a. á fund Noregskonungs og orti honum tólf kvæða drápu til að mótmæla fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum á Eyjabökkum. Hann skrifaði sjö bækur, þar af þrjár ljóðabækur. Dagskrárefnið er úr safni Sjónvarpsins. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Sænskir heimildarþættir frá 2021. Stór hluti daglegs lífs okkar er stafrænn - en hversu örugg er staða okkar í stafrænum heimi? Í þáttunum taka þrautreyndir tölvuhakkarar sig til og brjótast inn í tölvur hjá einstaklingum og fyrirtækjum, bara til að sýna okkur hinum hversu sáraeinfalt það er að komast yfir gögn - og líf - fólks með því að hakka tilveru þeirra.
Veiðiþættir í umsjá bræðranna Gunnars og Ásmundar Helgasona. Í þáttunum fara þeir á ýmsa veiðistaði, fá aðstoð sérfræðinga og heimafólks og veiða meðal annars ísaldarrurriða á flugu, þorsk af kajak, lax á Vesturlandi, silung á fjöllum og hákarl úr fjöru. Þeir elda allt sem þeir veiða, þó við misjafnar aðstæður og með misjöfnum árangri. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Í öðrum þætti Veiðikofans vill Gunni gefa Ása færi á að veiða loksins stærri fisk en hann og fara þeir því á háfaveiðar í Þykkvabæjarfjöru. Bráðin verður elduð af landsliðskokki svo ekkert ætti að fara úrskeiðis með eldamennskuna. Hvernig smakkast háfur? Slær Ási metið hans Gunna?
Íslensk heimildarmynd um uppvöxt Guðna Ingimundarsonar. Myndin segir frá fjölbreyttum störfum Guðna við verklegar framkvæmdir á Suðurnesjum um 60 ára skeið. Í bakgrunni myndarinnar birtist saga mannlífs og atvinnuhátta á Suðurnesjum stóran hluta 20. aldar. Á síðari árum hefur Guðni gert gangfærar á annað hundrað gamalla véla. Þulur: Arnar Jónsson. Leikstjóri: Guðmundur Magnússon.

Húsálfurinn Bolli, sem býr á skrifborði hins 11 ára gamla Bjarma, fær óvæntan herbergisfélaga þegar skólaálfurinn Bjalla smyglar sér heim í pennaveskinu. Bolli og Bjalla ákveða að búa til skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar. Í þættinum eru það krakkarnir sem slá í gegn, hvort sem það er í spurningakeppninni Frímó, við bakstur eða með ofursvala bílskúrsbandinu Stundin rokkar.
Í þessum þætti heldur Bjalla óvænta afmælisveislu fyrir Bolla og bílskúrshljómsveitin Gulu kettirnir leggja lokahönd á frumsamið lag í Stundinni rokkar.
Liðin Bleiku Pardusarnir og Stormarnir mætast síðan í æsispennandi keppni í Frímó og keppa þar í þrautunum Kexkökukúnst og Vanda mál.
Kristín og Arnór kynnast dularfullri stelpu sem grunar sögukennarann um eitthvað skuggalegt. Hvað ætli sé í gangi hjá honum Sigurjóni sögukennara?
Leikarar: Kristín Erla Pétursdóttir, Arnór Orri Atlason, Arnþrúður Karen Viktorsdóttir, Agnes Wild og Karl Pálsson
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Elvar Egilsson
Arnór og Kristín eru búin að flækjast inn í njósnaleik Addúar, sem er sannfærð um að sögukennarinn sinn sé galdrakarl. Þegar Addú klifrar inn um gluggann á íbúð kennarans, elta Arnór og Kristín hana, og þar inni er heldur betur drungalegt um að litast.
Stundin okkar kíkir í heimsókn til danshópa og dansskóla til að fræðast um mismunandi dansstíla. Ungir dansarar sýna dans og segja okkur frá hvers vegna þeim finnst gaman að dansa.
Í þessum þætti kynnumst við steppdansi. Nokkrir nemendur Chantelle Carey sýna okkur og segja frá steppdansinum.
Fram koma:
Arnaldur Halldórsson
Erlen Isabella Einarsdóttir
Ísabel Dís Sheehan
Linda Ýr Guðrúnardóttir
Sigríður Hagalín Pétursdóttir
Ylfa Blöndal
Danshöfundur
Chantelle Carey
Fjórir krakkar í rokkhljómsveit æfa þekkt íslenskt rokklag og semja eigið lag. Í leiðinni fræðumst við um hljóðfærin í hljómsveitinni og rokktónlistarsöguna.
Krakkarnir flytja rokklagið Án þín. Ragnheiður hljómborðsleikari segir okkur fá hljóðfærinu sínu. Hljómsveitarmeðlimir: Elísabet Hauksdóttir, Ragnheiður Helga Víkingsdóttir, Matthías Kristjánsson og Markús Móri Emilsson. Tónlistarstjóri: Sigurður Ingi Einarsson.
Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2021 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Þórhildur Þorkelsdóttir og fleiri.
Fjölskyldumynd frá 2015. Dave ætlar að biðja kærustunnar sinnar og íkornarnir Alvin, Símon og Theódór eru sannfærðir um að hann ætli að losa sig við þá í kjölfarið. Félagarnir leggja af stað í bílferð um Bandaríkin þver og endilöng með það markmið að koma í veg fyrir bónorðið. Aðalhlutverk: Jason Lee, Justin Long og Christina Applegate.
Bandarísk kvikmynd frá 2017 um kántrísöngkonuna Charlotte sem ferðast ásamt vinkonum sínum til æskuslóðanna í Tennessee viku fyrir brúðkaupið sitt. Þar hittir hún æskuástina, Ray, og uppgötvar að enn eru neistar á milli þeirra. Leikstjóri: Blair Hayes. Aðalhlutverk: Lauren Alaina, Charlene Tilton og Donny Boaz.
Kvikmynd frá 1992 í leikstjórn Sally Potter byggð á samnefndri skáldsögu eftir Virginiu Woolf. Orlando er ungur aðalsmaður sem fær stórt landsvæði og rausnarlega peningagjöf frá Elísabetu I Englandsdrottningu með því skilyrði að hann eldist ekki. Hann verður við því og lifir í nokkrar aldir. Í gegnum ævina ferðast hann milli kynja og kyngervis sem hefur mikil áhrif á alla hans tilveru. Aðalhlutverk: Tilda Swinton, Billy Zane og Quentin Crisp. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Breskir spennuþættir frá 2023 í leikstjórn Dries Vos. Ung hjón flytja í nýtt og glæsilegt hverfi og horfa björtum augum til framtíðar. Fljótlega eftir flutninginn vingast þau við nágrannahjón sín en sá vinskapur á eftir að snúa ástarlífi unga parsins á hvolf og draga ófyrirséðan dilk á eftir sér. Þættirnir eru byggðir á hollensku sjónvarpsþáttaröðinni New Neighbours. Aðalhlutverk: Sam Heughan, Eleanor Tomlinson og Jessica De Gouw. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.