
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Kráka sem heldur að hún sé hvolpur gerir Edda strútapabba alveg vitlausan!
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
Talsett Disney-teiknimynd frá 2021. Fyrir mörg hundruð árum lifðu menn og drekar í sátt og samlyndi í ævintýraveröldinni Kumandra. Þegar hættuleg skrímsli ógnuðu Kumöndru fórnuðu drekarnir sér til að bjarga mannkyninu. Nú hafa skrímslin birst á ný og stríðskonan Raya leggur af stað í háskalegan leiðangur í von um að finna síðasta eftirlifandi drekann og bjarga heiminum á ný.
Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2020 og hitti landann fyrir uppi á fjöllum, úti í garði, á tjaldsvæðinu, vinnustaðnum, hjólastígnum og víðar.
Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir og fleiri.

Í átta þáttum ræðir Þóra Arnórsdóttir við konur sem hafa rutt brautina á hinum ýmsu sviðum mannlífsins. Rætt verður við fyrstu lögreglukonurnar, fyrsta prófessorinn, fyrstu konuna sem leiddi kvennalandslið, fyrsta prestinn, einn fremsta kvikmyndaklippara Íslands, einn fyrsta gullsmiðinn og fyrstu íslensku konuna sem söng lag inn á plötu. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Rætt við Auði Eir Vilhjálmsdóttur sem varð fyrst kvenna til þess að hljóta vígslu til prests, eftir heilmikla baráttu.

Leikir á EM karla í körfubolta.
Leikur Ísrael og Frakklands á EM karla í körfubolta.

Loft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Loft og Sjón ferðast hægt en örugglega í átt að jörðu, til að endurheimta silkiklútinn en hvar er stelpan? Áróra strýkur að heiman og heldur af stað í mjög langt ferðalag en hvar endar hún?

Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2021 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Þórhildur Þorkelsdóttir og fleiri.

Umfjallanir um leiki á EM karla í körfubolta.
Upphitun fyrir leik Póllands og Íslands á EM karla í körfubolta.

Leikir á EM karla í körfubolta.
Leikur Póllands og Íslands á EM karla í körfubolta.

Umfjallanir um leiki á EM karla í körfubolta.
Uppgjör á leik Póllands og Íslands á EM karla í körfubolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Veðurfréttir.
Breskir spennuþættir sem gerast á tímum seinni heimsstyjaldarinnar. Stríðið hafði mikil áhirf á daglegt líf venjulegs fólks í Bretlandi, Póllandi, Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Handritshöfundur: Peter Bowker. Meðal aðalleikara eru Jonah Hauer-King, Julia Brown og Helen Hunt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Teiknimynd byggð á dagbók Önnu Frank þar sem Kittý, ímyndaða stúlkan sem Anna skrifaði til í dagbókum sínum í seinni heimsstyrjöldinni, lifnar við. Leikstjóri: Ari Folman.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.