16:35
Sporið
Sporið

Íslensk þáttaröð í sex hlutum um dans. Þar er leitað svara við spurningum um hvers vegna fólk dansar, hvernig dansgleðin kviknar og hvers vegna sumir fæðast flinkir dansarar en aðrir taktlausir flækjufætur. Farið verður yfir sögu dansins á Íslandi, mismunandi danstegundir kannaðar og við kynnumst því hvernig dansinn brýst fram á ólíklegustu stöðum. Umsjón: Guðrún Sóley Gestsdóttir. Framleiðsla: Skot.

Í fyrsta þætti skoðum við hvernig dansinn fylgir okkur frá fæðingu og jafnvel fyrr. Við komumst að því hvenær við tökum fyrstu danssporin og skoðum hvers vegna sumir eru með næma tilfinningu fyrir takti en aðrir taktlausir með öllu. Einnig fjöllum við um hvernig dansinn breytist frá æsku til unglings- og fullorðinsára og komumst að því hver er aðalávinningurinn af honum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,