
24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Spurningakeppni sveitarfélaganna. Lið Vestmannaeyingar og Akurnesingar eigast við. Lið Akraness skipa: Valgarður Lyngdal Jónsson, Þorkell Logi Steinsson og Reynir Jónsson. Lið Vestmannaeyja skipa: Ágúst Örn Gíslason, Gunnar K. Gunnarsson og Sveinn Waage. Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.

Þriggja þátta röð þar sem sænski söngvarinn Peter Jöback fer á slóðir átrúnaðargoða sinna, þeirra Franks Sinatra, Edith Piaf og Charles Aznavours í New York, París og Berlín.

Matreiðsluþættir með finnsku matreiðslukonunni Kiru sem töfrar fram ólíka rétti frá San Francisco.

Sænskur heimildarþáttur um ungt par sem stígur sín fyrstu skref í foreldrahlutverkinu. Kit var ungur og einhleypur þegar hann fékk skyndilega þær fréttir að hann yrði brátt pabbi. Í þættinum fylgjumst við með Kit og Filippu fyrsta árið í lífi barnsins og sjáum hvaða áskoranir geta fylgt því að eignast barn saman þegar fólk þekkist ekki vel.
Íslensk þáttaröð í sex hlutum um dans. Þar er leitað svara við spurningum um hvers vegna fólk dansar, hvernig dansgleðin kviknar og hvers vegna sumir fæðast flinkir dansarar en aðrir taktlausir flækjufætur. Farið verður yfir sögu dansins á Íslandi, mismunandi danstegundir kannaðar og við kynnumst því hvernig dansinn brýst fram á ólíklegustu stöðum. Umsjón: Guðrún Sóley Gestsdóttir. Framleiðsla: Skot.
Í fyrsta þætti skoðum við hvernig dansinn fylgir okkur frá fæðingu og jafnvel fyrr. Við komumst að því hvenær við tökum fyrstu danssporin og skoðum hvers vegna sumir eru með næma tilfinningu fyrir takti en aðrir taktlausir með öllu. Einnig fjöllum við um hvernig dansinn breytist frá æsku til unglings- og fullorðinsára og komumst að því hver er aðalávinningurinn af honum.

Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur fjallar um flest það sem heyrir til garðvinnu og heimsækir skógfræðinga, landslagsarkitekta og fólk sem er lagið við að hugsa um blóm, tré og garða. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
Gurrý sýnir hvernig á að bera sig að við umpottun birkis og heimsækir Huldu Guðmundsdóttur og Hilmar Þór Sigurðsson í Grafarvoginn, en þau hafa mikinn áhuga á rósarækt. Einnig fær hún Jólíönu Einarsdóttur til að sýna réttu handtökin við að búa til fallegan og lífmikinn blómvönd og skoðar íslenska eininn sem er eini berfrævingurinn í íslenskri náttúru.
Þættir þar sem við fylgjumst með ferðalagi íslenska hópsins á Eurovision í Basel. VÆB-bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir og félagar þeirra í íslenska atriðinu kynnast lífinu í Basel og umstanginu í kringum keppnina. Umsjón: Gunnar Birgisson. Stjórn upptöku: Árni Beinteinn Árnason.

Stuttir, norskir þættir þar sem ýmsar þrautir eru lagðar fyrir villt dýr.


Önnur þáttaröð af Monsunum Kára, Villa og Hönnu sem lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.

Fimmta þáttaröð um hrútinn Hrein. Hreinn leiðir hinar kindurnar í alls kyns vandræði og raskar ró friðsæls dals með uppátækjasemi sinni.

Fjörugir teiknimyndaþættir um ref, tvö villisvín og fugl sem eru orðin þreytt á að lifa villt í náttúrunni og verða sér úti um búninga til að dulbúast sem venjuleg gæludýr.

Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi segir börnum sínum sögu um hinn ósýnilega Edda.

Mörgæsirnar Haddi og Bibbi haga sínu lífi eftir F-unum þremur. Fjör, fiskur og félagsskapur.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Íslensk tónlistarmyndbönd.

Vikinglottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Heimildarmynd um atburðina sem liggja að baki þáttaröðinni Bates gegn póstþjónustunni. Þar er fjallað um eitt stærsta réttarfarshneyksli í sögu Bretlands þegar hundruð útibússtjóra hjá breska póstinum voru ranglega ákærð og dæmd fyrir fjársvik sem rekja mátti til galla í hugbúnaðarkerfi póstsins. Í myndinni er meðal annars rætt við einstaklinga sem áttu hlut að máli, sýnd brot úr þáttaröðinni og myndefni frá atburðunum sjálfum. Leikstjóri: Clare Richards.

Stuttir finnskir þættir um prjónaskap. Eva Pursiainen byrjaði líkt og margir aðrir að prjóna í kórónuveirufaraldrinum. Í þáttunum skoðar hún hvers vegna hálfgert prjónaæði hefur gripið um sig í heiminum á síðustu árum og fjallar um ýmis jákvæð áhrif þess að prjóna.
Velskir spennuþættir frá 2022. Blaðakonan Cat Donato snýr aftur á heimaslóðir sínar í Wales í von um að komast að því hvað varð um vinkonu hennar, Elu Roberts, sem hvarf fyrir 18 árum. Aðalhlutverk: Alexandra Roach, Joanna Scanlan og Iwan Rheon. Þættirnir eru ekki vð hæfi barna yngri en 12 ára.

Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.

Veðurfréttir

Heimildarþáttaröð frá BBC um danstónlist. Fjallað er um þróun danstónlistar síðustu áratugi, næturklúbbana sem umbyltu skemmtanamenningunni og plötusnúðana sem voru í fararbroddi.

Úkraínsk heimildarmynd frá 2022 þar sem fjallað er um stríðið í Úkraínu út frá sjónarhorni íbúa Mariupol. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Beinar útsendingar frá leikjum í Mjólkurbikar karla í fótbolta.
Leikur KR og ÍBV í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.