16:45
Nærumst og njótum
Nærumst og njótum

Íslensk þáttaröð í sex hlutum í umsjón Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, prófessors í næringarfræði. Í þáttunum er fylgst með fjölbreyttum hópi fólks taka næringar- og matarvenjur sínar til gagngerrar endurskoðunar í þeim tilgangi að nærast betur - og njóta um leið. Framleiðandi: Sagafilm.

Sigrún Björnsdóttir er kennari og námsráðgjafi á eftirlaunum sem býr ein. Eftir að hún hætti að fá hádegismat í vinnunni hefur mataræðið orðið einhæfara og hún hefur tilhneigingu til að fá sér frekar kex með osti en að útbúa alvöru máltíð fyrir sig eina. Hún á það til að detta á bólakaf í sykurkarið og hefur ímugust á boðum og bönnum. Við skoðum líka ytri aðstæður okkar, hvað raunverulega ræður vali okkar hverju sinni og hvað stjórnvöld geta gert til að gera rétta valið auðveldara.

Er aðgengilegt til 07. ágúst 2025.
Lengd: 28 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,