
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Talsett Disney-teiknimynd frá 1995 um leikföng sem lifna við þegar eigandi þeirra, drengurinn Addi, hverfur úr sjónmáli. Kúrekinn Viddi er uppáhaldsleikfang Adda og leiðtogi hópsins. Þegar glænýtt leikfang, geimfarinn Bósi Ljósár, mætir á svæðið óttast Viddi um stöðu sína og undirbýr áætlun til að losna við Bósa og það reynist upphafið að heilmiklu ævintýri.
Íslensk þáttaröð í sex hlutum í umsjón Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, prófessors í næringarfræði. Í þáttunum er fylgst með fjölbreyttum hópi fólks taka næringar- og matarvenjur sínar til gagngerrar endurskoðunar í þeim tilgangi að nærast betur - og njóta um leið. Framleiðandi: Sagafilm.
Í þessum þætti kynnumst við Þórsteini Ágústssyni, eða Steina, og mæðgunum Vigdísi Sif Hrafnkelsdóttur og Sif Jónasdóttur. Steini er grænmetisæta sem nennir ekki að hafa of mikið fyrir matnum. Hann býr einn og það hefur ekki hvetjandi áhrif á hann í eldhúsinu. Vigdís og Sif hafa mjög ólíkar hugmyndir og væntingar um mat og matreiðslu.
Íslensk heimildarþáttaröð í sex hlutum þar sem skyggnst er inn í heim tvíbura og sagðar persónulegar sögur. Í þáttunum er fylgst með því líffræðilega undri sem á sér stað þegar tvíburar verða til og þeim sterku tengslum sem virðast fylgja flestum tvíburum út lífið. Hvaða helstu áskoranir bíða tvíbura, búa þeir yfir meiri samkennd en aðrir, hversu samtaka í lífinu eru þeir og hugsa þeir jafnvel eins? Umsjón og framleiðsla: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Eiríkur Ingi Böðvarðsson.
Hrefna Erna og Eyjólfur Aðalsteinn deila átakanlegri sögu. Þau misstu annan tvíburadrenginn sinn á meðgöngu. Hrefnu fannst erfitt að halda meðgöngunni áfram eftir áfallið og enn erfiðara að fæða eitt lifandi barn og annað andvana. Einnig er skyggnst inn í líf hjóna sem ræða opinskátt um álagið sem fylgir því að eignast tvö börn í einu. Andvökunætur, veikindi, stöðugt áreiti og þörf fyrir umönnun getur tekið sinn toll og sumir foreldrar örmagnast.
Heimildarmynd um sögu tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem haldin er á Ísafirði hverja páska og fagnaði 20 ára afmæli á árinu 2024. Í myndinni skyggnumst við á bak við tjöldin og kynnumst fólkinu sem stendur að hátíðinni og hefur gert hana að þeim einstaka menningarviðburði sem hún er. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon og Matthías Már Magnússon.

Leikararnir Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og Örn túlka atburði líðandi stundar eins og þeim einum er lagið. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Heimildarmynd um rithöfundinn Einar Má Guðmundsson. Arthúr Björgvin Bollason tekur Einar Má tali og vinir hans og samferðafólk segja frá kynnum sínum af honum. Kvikmyndastjórn: Jón Egill Bergþórsson. Framleiðsla: Eggert Gunnarsson.

Beinar útsendingar frá leikjum í Mjólkurbikar karla í fótbolta.
Leikur Stjörnunnar og Njarðvíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.


Dana er 9 ára stelpa sem elskar risaeðlur. Líf hennar breytist til frambúðar þegar hún fær gefins handbók um risaeðlur, sem kennir henni ekki aðeins nýja hluti um dýrin, heldur gefur henni ofurkrafta sem gera henni kleift að sjá fyrir sér risaeðlur í raunveruleikanum.

Önnur sería af þessari skemmtilegu keppni þar sem danskir krakkar reyna á hæfileika sína á ströndinni og í vatninu í æsispennandi keppni um besta strandvörðinn.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Á árinu 2025 sýnir RÚV fjölda vel valdra Disney-teiknimynda og kvikmyndaáhugafólk fjallar um hverja mynd .
Björgvin Franz Gíslason segir frá myndinni Leikfangasögu 4, eða Toy Story 4, frá árinu 2019.

Brot úr tónlistarþáttunum Tónatal í umsjón Matthíasar Más Magnússonar. Þættirnir voru teknir upp árið 2021.

Kvikmyndasafn Íslands geymir fjársjóð af kvikmyndum sem sýna íslenskan veruleika snemma á síðustu öld. Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson rýna efni og sýna efni sem jafnvel enginn hefur séð. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Í þættinum fjöllum við um konungsheimsóknir til Íslands og kvikmyndir af þeim og síðar heimsóknir forseta Íslands í ýmis byggðarlög. Við sjáum hvernig hefðir sköpuðust í kringum þessar heimsóknir þjóðhöfðingja og ekki síst hvernig forsetaembættið nýja var túlkað í kvikmyndum.

Íslenskir spennuþættir byggðir á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. Þegar Óðinn byrjar að rannsaka áratuga gömul dauðsföll á unglingaheimili fer hann að gruna að óhugnanlegir atburðir þaðan tengist dularfullu sjálfsvígi eiginkonu hans og undarlegri hegðun táningsdóttur þeirra. Leikstjóri: Erlingur Thoroddsen. Með helstu hlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólof Halla Jóhannesdóttir, Elín Hall, Selma Björnsdóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Mikael Kaaber, Björn Stefánsson, Álfrún Örnólfsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Stefán Jónsson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Undarleg hegðun Rúnar veldur Óðni áhyggjum en rannsóknin á hug hans allan og hann gefur sér ekki tíma til að aðstoða hana. Á Króki veltir Aldís fyrir sér hvort hún sjái ofsjónir eins og mamma hennar en strákarnir á heimilinu segja að hún sé ekki fyrsta starfsstúlkan sem verður vör við draugagang.

Bandarískur vestri frá 2018 með Joaquin Phoenix, John C. Reilly og Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkum. Bræðurnir Eli og Charlie Sisters eru alræmdir leigumorðingjar í villta vestrinu í Bandaríkjunum um miðja 19. öld sem eru ráðnir til að myrða gullgrafara. Það reynist þeim erfiðara en þeir bjuggust við. Leikstjóri: Jacques Audiard. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Bein útsending frá tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.