21:50
Veislan
Flatey á Skjálfanda
Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, og Gunnar Karl Gíslason, Michelin-kokkur, ferðast um landið og kynnast matarmenningu þjóðarinnar. Í þriðju þáttaröð Veislunnar leiða þeir félagar áhorfendur í ævintýraferðir um hinar ýmsu eyjar.
Það þekkja ef til vill færri hina Flateyna, Flatey á Skjálfanda, sem er næsti áfangastaður Sverris Þórs og Gunnars Karls. Veðrið leikur við þá félaga á leiðinni og þeir hlaða í matarkistuna sína fyrir veislu í stórbrotinni náttúrufegurðinni fyrir norðan.
Er aðgengilegt til 13. júlí 2026.
Lengd: 34 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.