Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Loftslagsmál voru í brennidepli á umhverfisþingi, sem haldið var í gær og í dag - á degi íslenskrar náttúru. Loftslagsmál voru fyrirferðarmikil í umræðunni þegar Parísarsamkomulagið var undirritað en síðan þá hafa þau fallið í skuggann á öðrum málum, svo sem heimsfaraldri, stríðum og tilheyrandi efnahagsáhrifum. Þá hafa verkefni sem ganga út á að binda kolefni mætt tortryggni hjá almenningi. Snjólaug Árnadóttir, dósent í lögfræði og forstöðumaður Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar við Háskólann í Reykjavík, og Andri Snær Magnason, rithöfundur, ræddu loftslagsþreytu og varnir gegn henni.
Minningargreinar eru líklega persónulegustu greinar sem birtast á prenti. En hvað er það við minningagreinar sem er svona heillandi og af hverju skipta þær máli? Við hittum konu sem skrifaði minningagrein með systrum sínum sem hún hitti í fyrsta skipti sama dag og faðir þeirra lést.
Þáttaröð frá árinu 2006 um íslenska einleikara sem allir hafa staðið framarlega í íslensku tónlistarlífi um lengri eða skemmri tíma. Umsjón: Jónas Sen. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Í þessum þætti er rætt við Einar Jóhannesson klarinettuleikara.

Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi slær upp veislu fyrir börnin sín en tónlistarvalið hans er ferlega leiðinlegt. Börnin ákveða þá að bæta við auka hátalarakerfi og spila virkilega háa tónlist!
Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla lagið Þrek og tár í flutningi Erlu Þorsteinsdóttur og Hauks Morthens sem gefið var út 1958. Lagið er upphaflega sænskt, samið af tónskáldinu Otto Lindblad, en textinn er ljóð eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld. Farið er yfir sögu lagsins og áhrif þess á menningu og sjálfsmynd þjóðar. Leikstjórn: Allan Sigurðsson.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Skipulag í Keldnalandi, nýju hverfi fyrir botni Grafarvogs, er í fullum gangi. Hverfið á að vera vistvænt og borgarlína helsti samgöngumáti íbúa hverfisins Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur skipulagið hins vegar fullkomlega óraunhæft, þar sem reiknað er með að yfir 60 prósent heimila geti ekki verið á bíl og að stæði verði ekki við hús eða í kjöllurum heldur í sérstökum bílastæðahúsum. Hildur og Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, eru gestir Kastljóss.
Gamanþættirnir Brjánn hófu göngu sína á Sýn á dögunum. Þeir fjalla um fótboltaóðan slæpingja, sem fyrir röð tilviljana endar sem þjálfari karlaliðs Þróttar í fótbolta. Sólmundur Hólm er einn handritshöfunda og Halldór Gylfason fer með aðalhlutverk. Þetta er þeim hjartans mál því þeir eru báðir grjótharðir Þróttarar, með tilheyrandi gleði og sorg.
Fimmtánda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
Dönsk heimildarþáttaröð um áhrifavaldana og parið Morten og Fredrik sem dreymir um að stofna fjölskyldu og eignast börn. Dag einn hefur Nanna samband við þá og býðst til að ganga með barn fyrir þá eftir að hafa fylgt þeim á samfélagsmiðlum. Þau ákveða að leggja af stað í ferðalag sem breytir lífi þeirra allra.
Sænsk þáttaröð byggð á sögu eftir Ingmar Bergman. David verður ástfanginn af eiginkonu besta vinar síns og samband þeirra hefur örlagaríkar afleiðingar fyrir fjölskyldur þeirra beggja. Aðalhlutverk: Frida Gustavsson, Gustav Lindh og August Wittgenstein.

Finnsk heimildarþáttaröð frá 2024 um lítt þekkta atburði á norðurslóðum í kalda stríðinu, meðal annars tengda valdatafli stórveldanna, njósnum og kjarnorkutilraunum. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sænsk-íslensk spennuþáttaröð um sænskan ráðherra sem leggur til að olíuborun verði bönnuð á norðurheimskautssvæðinu. Þegar Norðurskautsráðið hittist á Grænlandi til að undirrita sáttmála þess efnis er ráðist á sænskt skip í nágrenninu og áhöfninni rænt. Árásin reynist vera fyrsti hluti vel skipulagðrar aðgerðar sem ætlað er að koma í veg fyrir undirritun sáttmálans. Aðalhlutverk: Lena Endre, Bianca Kronlöf, Alexander Karim, Johannes Kuhnke og Angunnguaq Larsen. Handritshöfundar eru Birkir Blær Ingólfsson, Jónas Margeir Ingólfsson og Jóhann Ævar Grímsson. Þættirnir eru að mestu teknir upp á Íslandi og eru samframleiðsluverkefni á milli Sagafilm og Yellowbird í Svíþjóð með stuðningi frá RÚV. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.