21:40
Soð á Austurlandi (1 af 8)
Eskifjörður
Soð á Austurlandi

Ferða- og matreiðsluþáttur þar sem Kristinn Guðmundsson ferðast með vini sínum, Janusi Braga Jakobssyni, og eldar fyrir hann. Að þessu sinni fara þeir félagar um Austurland þar sem Kristinn þykist vera á heimavelli því faðir hans er fæddur og uppalinn á Eskifirði. Janus er aftur á móti nánast eins og algjör túristi. Þeir hitta alls kyns fólk og lenda í ýmsu skakkaföllum en alltaf lenda þeir á fótunum og fá sér í gogginn.

Kristinn og Janus fara til Eskifjarðar, á æskuslóðir föður Kristins. Þeir fabúlera um bæjarfélagið og nærliggjandi staði eins og þeim einum er lagið. Loks flýja þeir veðráttuna inn í lítið bátaskýli og elda sér það dýrindishádegisverð.

Er aðgengilegt til 21. ágúst 2026.
Lengd: 13 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,