Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við völdum skömmu fyrir jól og samkvæmt stjórnarsáttmála er fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að ná stöðuleika í efnahagslífinu og lækkun vaxta. Við ætlum að skoða horfur í efnahagsmálum bæði útfrá stjórnarsáttmálanum og almennt á nýju ári. Gestir Kastljós eru Katrín Ólafsdóttir, dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík og Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka. Svo kynnumst við hlaupagikkjum hjá fatamerkinu Vecct, sem er nýstofnað - og ný verðlaunað fyrir fyrstu línu sína af hlaupafatnaði sem hönnuðirnir lofa að standist íslenskar aðstæður.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti keppa Akureyri og Fjallabyggð. Fyrir hönd Akureyrar keppa Jón Pálmi Óskarsson læknir, Erlingur Sigurðarson íslenskufræðingur og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikkona. Fyrir Fjallabyggð keppa Inga Eiríksdóttir kennari á Ólafsfirði, Þórarinn Hannesson íþróttakennari á Siglufirði og Guðmundur Ólafsson leikari ættaður frá Ólafsfirði.
Heimildarþættir frá 2023. Í seinni heimsstyrjöldinni handtóku Bretar tæplega fimmtíu Íslendinga, fluttu þá til Englands og lokuðu þá inni mánuðum og árum saman án dóms og laga. Þáttaröðin Fangar Breta segir sögu þessa fólks á fróðlegan hátt.
Sjö Vestfirðingar voru handteknir sumarið 1941 og þeim gefið að sök að hafa falið ungan þýskan mann. Yngsti fanginn var sautján ára stúlka.
Íslenskir og erlendir jötnar reyndu með sér í æsispennandi keppni, þegar Aflraunamótið Víkingurinn var haldið í í sumar. Sterkustu menn kepptu þar um víkingahjálminn í þrítugasta og annað sinn. Nú var keppt á Hvalfjarðarströnd, í Grundarfirði, Ólafsvík og Stykkishólmi, þar sem einnig var litast um í lífi, starfi, listum og sögu heimamanna. Umsjón: Samúel Örn Erlingsson. Dagskrárgerð: Óskar Þór Nikulásson.
Viðtalsþættir við Vigdísi Finnbogadóttur þar sem hún segir frá bernsku sinni og námsárum ásamt því að lýsa skoðunum sínum á náttúruvernd, jafnréttismálum og mikilvægi tungumála í heiminum. Viðtölin voru tekin upp sumarið 2012. Dagskrárgerð: Viðar Víkingsson. Framleiðsla: 1904 ehf.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræðir við Vigdísi um jafnréttis- og menningarmál.
Þáttaröð í fjórum hlutum þar sem Eva María Jónsdóttir ferðast um landið og segir sögur af fólki og atburðum úr fortíðinni. Dagskrárgerð: Björn B. Björnsson.
Að þessu sinni ferðast Eva María um Snæfellsnes og segir frá Bárðar sögu Snæfellsáss.
Ebba Guðný sýnir áhorfendum hversu auðvelt það getur verið að elda hollan og næringarríkan mat úr góðu hráefni. Matreiðsluþáttur fyrir alla fjölskylduna með skemmtilegu fræðsluívafi. Dagskrárgerð: Sævar Sigurðsson. Framleiðandi: Anna Vigdís Gísladóttir fyrir Saga Film.
Í þessum þætti útbýr Ebba Guðný pítsu með ofnbökuðu grænmeti, lífræna jógúrt með múslí, bláberjamúffur og bláberja-chiagraut. Henni til aðstoðar er sonur hennar, Hafliði Hafþórsson.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi vill alls ekki að sonur sinn knúsi snjókarlinn, því hann er dauðhræddur um að hann verði næli sér í pest vegna kuldans!
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Viðsemjendur í kjarasamningum sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem þau hvetja ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að standa vörð um kjarasamninga til að standa vörð um samningana með því að halda aftur af verðhækkunum eins og frekast sé unnt. Um tíu mánuðir eru síðan kjarasamningar voru undirritaðir og áttu þeir að stuðla að stöðugleika og lægri verðbólgu. Þrátt fyrir það hefur borið á verðhækkunum upp á síðkastið, meira en góðu hófi gegnir að mati verkalýðshreyfingarinnar og Neytendasamtakanna. Gestir Kastljóss eru Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Fjórir prestar fara í pílagrímsför til Spánar í leit að heimsins besta messuvíni en sú reisa endar með ósköpum. Þannig hljómar upplegg gamanmyndarinnar Guðaveiga, sem var frumsýnd nýlega. Við kynnum okkur myndina.
Ný íslensk þáttaröð þar sem Jóhann Kristófer Stefánsson kynnir sér fjölbreytta flóru íslenskra sviðslista. Leikstjóri: Gagga Jónsdóttir. Framleiðsla: 101 Productions.
Jóhann Kristófer hittir leikstjórana Unu Þorleifsdóttur og Kolfinnu Nikulásdóttur og leikkonuna Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Hann fræðist um starf leikstjórans og hvernig sýning verður til og Kristín Þóra deilir því hvernig leið hennar lá upp á svið.
Danskir heimildarþættir þar sem sex ungmenni sem þjást af streitu taka þátt í tilraun þar sem þau slökkva á símunum sínum og flytjast út í skóg. Getur dvölin í náttúrunni dregið úr streitueinkennum á aðeins sex dögum?
Finnskir spennuþættir frá 2024. Þegar lest keyrir út af sporinu og veldur sprengingu í smábæ í Finnlandi fær Marita Kaila það hlutverk að leiða rannsókn á tildrögum slyssins. En rannsóknin dregur líka fram erfiðar minningar úr hennar eigin fortíð. Aðalhlutverk: Leena Pöysti, Mikko Kauppila og Juho Milonoff. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Rússnesk heimildarþáttaröð þar sem reynt er að varpa ljósi á hvernig níu ungmenni létust á dularfullan hátt í gönguskíðaleiðangri í Úralfjöllum í febrúar 1959. Í yfir 60 ár hefur málið verið rannsakað og fjöldi kenninga komið fram, en hingað til hefur engum tekist að sanna hvað gerðist raunverulega þessa örlagaríku nótt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Heimildarþáttaröð frá BBC þar sem ljósmyndir eru notaðar til að fara yfir lífshlaup þekktra einstaklinga.