Hringur er ísbjörn sem kom á ísjaka alla leið frá Norðurpólnum til að fara til læknis. Hann lendir í ýmsum ævintýrum hér með vinkonu sinni, Hönnu lækni, og eignast fleiri góða vini.
Hringur er ísbjörn sem kom á ísjaka alla leið frá norðurpólnum til að fara til læknis. Hann lendir í ýmsum ævintýrum hér með vinkonu sinni Hönnu lækni og kynnist fleiri góðum vinum. Í þetta skiptið er Hringur alveg voðalega svangur og leitar að einhverju ætu á leikstofunni, hann finnur ekki neitt en sér þá Sverrir, gullfisk leikstofunnar og langar voða mikið í hann en þá kemur Hanna læknir rétt í tæka tíð til að minna hann á að Sverrir sé gæludýr en ekki matur. En þá fær Hringur hugmynd, hann tekur veiðigræjurnar sínar og stillir sér upp við stóra fiskabúrið á Barnaspítalanum en þegar hann er við það að hefja veiðar heyrir hann í ísbílnum og hleypur að sjálfsögðu á eftir honum. Handrit: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir Hringur: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir Hanna: Sara Dögg Ásgeirsdóttir. Börn á hlaupum: Hilma Jakobsdóttir, Yrsa Björt Eggertsdóttir, Bjarki Snær Magnússon.
Er aðgengilegt til 19. janúar 2026.
Lengd: 3 mín.