
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er dauðhræddur um að ketilbjallan sem dóttir sín notar við lyftingaæfingar muni meiða hana og reynir að taka hana í burtu áður en það verður of seint!
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.

Teiknimyndaþættir um moldríku öndina Jóakim aðalönd, seinheppna frænda hans, Andrés önd, og félaga þeirra í Andabæ.

Krakkarnir bjarga vinum sínum Lofti og Sjón úr svartholinu – eða hvað? Nýjar og dularfullar verur koma í þeirra stað! Nú þurfa krakkarnir að finna hið sanna Loft og hina sönnu Sjón, en leiðin er full af ævintýrum og gleymdum minningum.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Umsjón: Bragi Valdimar Skúlason og Vigdís Hafliðadóttir. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Elín Elísabet Einarsdóttir, Rán Flygenring, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Ævar Þór Benediktsson.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Við höldum áfram að kafa í jólabókaflóðið í Kilju vikunnar. Ragna Sigurðardóttir ræðir við okkur um skáldsöguna Útreiðartúrinn sem gerist á Álftanesi á ýmsum tímaskeiðum. Arndís Þórarinsdóttir segir frá Sólgosi - það er ungmennabók sem fjallar um miklar náttúruhamfarir og eftirleik þeirra. Við heimsækjum Svein Einarsson sem fæst ótrauður við skriftir - tölum einkum við hann um röð bóka þar sem hann spjallar nokkuð frjálslega við lesendur, blandar saman æviminningum, hugleiðingum og kveðskap. Hin nýjasta nefnist Í belg og biðu. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar um galdrafár og hörmuleg örlög í bókinni Glæður galdrabáls en þar er sögusviðið frá Skagafirði og vestur í Selárdal. Birgitta Björg Guðmarsdóttir flytur okkur kvæði úr nýrri ljóðabók sem hún kallar Draugamandarínur. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Allar litlu lygarnar eftir Evu Björg Ægisdóttur, Ragnarök undir jökli eftir Skúla Sigurðsson og Franska spítalann eftir Katrínu Jakobsdóttur og Ragnar Jónasson.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld kíkjum við á listasýningu framhaldsskólanema, gerum sveppasósur á Flateyri, við fylgjumst með ferlinu við að koma gömlu myndefni á stafrænt form og skoðum föt hjá stelpunum í Kex studio á Akureyri.

Kanadískir heimildarþættir þar sem fylgst er með uppsetningu kanadíska ballettsins á Svanavatninu eftir Tsjaíkovskí undir stjórn ballettstjörnunnar Karenar Kain.

Breskir heimildarþættir um áhrifavaldaparið Lauren og Charlie sem reynir að láta draum sinn um barneignir rætast. Charlies bíða líkamlegar áskoranir því hann er trans og þarf að hætta í hormónameðferð til að endurheimta tíðahringinn. Lauren er með áráttu- og þráhyggjuröskun og reynir að undirbúa sig andlega fyrir foreldrahlutverkið.
Jón Ólafsson, tónlistarmaður, fær til sín þekkt tónlistarfólk á aðventunni og leikur með þeim jólalög.
Gestir Jóns í þættinum eru Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, og Stefán Hilmarsson. Stjórn upptöku: Rúnar Freyr Gíslason.
Elísa er á leið í jólaboð með pabba sínum þegar þau festa bílinn sinn í drullu. Það lítur út fyrir að þau þurfi að eyða jólunum saman í bílnum, en inni í skóginum stendur kofi einn. Ætli þar sé einhver sem getur hjálpað þeim? Leikarar: Örn Árnason, Jóhann Axel Ingólfsson og Margrét Lára Rúnarsdóttir. Leikstjórn: Agnes Wild. Framleiðandi: Hekla Egilsdóttir.


Krakkarnir bjarga vinum sínum Lofti og Sjón úr svartholinu – eða hvað? Nýjar og dularfullar verur koma í þeirra stað! Nú þurfa krakkarnir að finna hið sanna Loft og hina sönnu Sjón, en leiðin er full af ævintýrum og gleymdum minningum.
Talsett norskt jóladagatal. Nói er 10 ára og á sér afar dýrmæta jólaósk. En hvað ef bréfið hans til jólasveinsins kemst ekki til skila? Hinn töfrandi og leyndardómsfulli heimur Snæholts opnast á nýjan leik.
Nói er ánægður með að hafa fundið Snæholt og stingur af þegar Snilli reynir að senda hann heim. Því miður gengur hann beint í gildruna hennar Amínu.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri, Þura og Eysteinn eru búin að skreyta alla stofuna, en hvað ætli hafi læðst inn um lúguna?
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu. Í þessum þætti fer hann í Búðardal og talar um bók Jóns Kalmans Stefánssonar, Sumarljós og svo kemur nóttin sem var gefin út árið 2005. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.

Íslensk leikin þáttaröð um fyrrverandi tollvörðinn Felix sem flyst ásamt eiginkonu sinni, Klöru, í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík. Á meðan Klara nýtur frelsisins rankar Felix við sér í innihaldslausum hversdagsleika eftir langa starfsævi og leitar tilgangs. Leikstjóri: Ragnar Bragason. Aðalhlutverk: Jón Gnarr og Edda Björgvinsdóttir.
Það líður að því að Klara komi heim af spítalanum og fjölskyldan þrýstir á Felix að horfast í augu við meðvirkni sína.
Danskt fjölskyldudrama frá 2025. Líkamsleifar ungbarns finnast á háalofti í íbúðarhúsi í Kaupmannahöfn. Martha, 87 ára, játar á sig glæpinn og fleiri löngu grafin fjölskylduleyndarmál koma upp á yfirborðið. Aðalhlutverk: Ulla Henningsen, Anette Støvelbæk, Alice Bier og Rikke Eberhardt Isen.

Þýsk leikin mynd í tveimur hlutum um ævi og feril leikskáldsins Bertolts Brechts. Myndin hefst árið 1956, á síðasta æviári Brechts, þar sem hann minnist liðins tíma. Leikstjóri: Heinrich Breloer. Aðalhlutverk: Burghart Klaußner, Tom Schilling og Adele Neuhauser. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

EM í sundi í 25 metra laug í Póllandi.
Keppni í undanrásum á EM í sundi í 25 metra laug í Póllandi.

Leikir á HM kvenna í handbolta.
Leikur Angóla og Svíþjóðar í milliriðli á HM kvenna í handbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Leikir á HM kvenna í handbolta.
Leikur Noregs og Brasilíu í milliriðli á HM kvenna í handbolta.

Felix, a retired customs officer, moves with his wife, Klara, to an assisted living facility in Reykjavík. While Klara embraces her newfound freedom, Felix struggles to find purpose in his monotonous daily life, and minor inconveniences soon spiral into major conflicts. Director: Ragnar Bragason. Main cast: Jón Gnarr, Edda Björgvinsdóttir
As Klara prepares to leave the hospital, Felix, urged on by his children, is forced to confront his codependency.

Leikir á HM kvenna í handbolta.
Leikur Ungverjalands og Danmerkur í milliriðli á HM kvenna í handbolta.