20:15
Fyrir alla muni IV (4 af 6)
Kertastjakinn - frá tímum klaustursins?

Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit er sögufrægur staður. Þar var á öldum áður kaþólskt klaustur sem hafði mikil ítök. Fyrir 80 árum fann fimm ára strákur kertastjaka og styttu við kirkjuna sem hafa verið í hans fórum síðan. Getur verið að þessir hlutir séu frá tímum klaustursins? Við rannsökum málið og kynnum okkur merka sögu klausturhalds á Íslandi.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 28 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.