Atvinnuhættir
Í þættinum skoðum við myndefni frá þeim tíma þegar Íslendingar fluttust úr sveitinni í sjávarþorp og til Reykjavíkur. Við fylgjumst með fornum atvinnuháttum og uppbyggingu ungrar borgar.
Kvikmyndasafn Íslands geymir fjársjóð af kvikmyndum sem sýna íslenskan veruleika snemma á síðustu öld. Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson rýna efni og sýna efni sem jafnvel enginn hefur séð. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.