
Úrslit á HM í fimleikum.
Úrslit á einstökum áhöldum á HM í fimleikum.
Kveikur er fréttaskýringaþáttur með áherslu á rannsóknarblaðamennsku. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Tugir milljarða króna streyma til ólöglegra erlendra veðmálafyrirtækja á ári. Maður sem ánetjaðist veðmálum varð háður kvíðanum og spennunni við það að tapa.
Heimildarmynd frá 2023 eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur. Á Kvennafrídeginum árið 1975 lögðu 90% íslenskra kvenna niður störf, lömuðu tímabundið íslenskt atvinnulíf og komu Íslandi í fremstu röð í alþjóðlegri jafnréttisbaráttu. Þetta er sönn saga af tólf klukkustundum sem hrundu af stað byltingu. Framleiðsla: Krummafilms.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Hvaða áhrif hefur bilunin í Norðuráli á Akranes vegna fjölda íbúa sem vinna á Grundartanga? Rætt við Harald Benediktsson, bæjarstjóra Akraness.
Icelandair mun að öllum líkindum skila tapi í ár, þrátt fyrir gott gengi í farmiðasölu. Hvað skýrir þetta og hvernig ætlar fyrirtækið að bregðast við? Rætt við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair.
Janus Bragi Jakobsson hefur fylgt eftir fjórum mönnum sem allir eiga það sameiginlegt að taka líf sitt upp á myndbönd og setja þau á netið. Í heimildarmyndinni Paradís amatörsins er reynt að svara því hvers vegna mennirnir gera þetta.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Útreiðartúrinn eftir Rögnu Sigurðardóttur, Emilíu eftir Ragnar Jónasson og Skólastjórann eftir Ævar Þór Benediktsson. Við förum svo norður í Skagafjörð á slóðir Jóns Ósmanns sem var ferjumaður á Héraðsvötnum og sögufræg persóna. Svissneski rithöfundurinn Joachim B. Schmidt hefur ritað skáldsögu sem er byggð á honum og nefnist einfaldlega Ósmann. Hún er nú komin út á íslensku. Kristín Svava Tómasdóttur segir okkur frá bók sinni sem heitir Fröken Dúlla en þar rekur hún ævi Jóhönnu Knudsen sem varð nokkuð alræmd fyrir afskipti sín af stúlkum og konum á tíma hins svonefnda ástands. Jón Erlendsson spjallar við okkur um þýðingu sína á hinu mikla verki Don Juan eftir Byron lávarð og líka um leikrit sitt í bundnu máli sem nefnist Hóras prins af Hákoti. Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Forlagsins, ræðir um útgáfu og lestur á Halldóri Laxness.
Bein útsending frá samstöðufundi á Arnarhóli vegna kvennaverkfalls 24. október 2025. Fimmtíu ár eru frá kvennaverkfallinu 1975, þegar konur lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns og mótmæla mismunum á vinnumarkaði. Meðal þeirra sem koma fram eru Reykjavíkurdætur og Anya Shaddock. Kynnar eru Margrét Erla Maack og Beta Skagfjörð.
Í átta þáttum ræðir Þóra Arnórsdóttir við konur sem hafa rutt brautina á hinum ýmsu sviðum mannlífsins. Rætt verður við fyrstu lögreglukonurnar, fyrsta prófessorinn, fyrstu konuna sem leiddi kvennalandslið, fyrsta prestinn, einn fremsta kvikmyndaklippara Íslands, einn fyrsta gullsmiðinn og fyrstu íslensku konuna sem söng lag inn á plötu. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Rætt er við Katrínu Þorkelsdóttur og Dóru Hlín Ingólfsdóttur sem árið 1973 hófu nám við Lögregluskólann, fyrstar kvenna.
Heimildarþáttur frá 2012 um Svövu Jakobsdóttur, rithöfund. Svava Jakobsdóttir fjallaði um stöðu kvenna í verkum sínum, smásögum, skáldsögum og leikritum. Mörg þeirra eru táknmyndir í umgerð raunsæis, háðsádeilur og um leið óvægin greining á hlutverkaskiptingu kynjanna í árdaga nýrrar kvennahreyfingar. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Bresk sjónvarpsþáttaröð úr heimi vísindaskáldskapar fyrir unglinga. Árið 1997 hurfu fjórir krakkar úr Silfruskógi. Tuttugu og þremur árum seinna ákveður strákur einn að komast að því hvað í raun og veru gerðist í skóginum þennan örlagaríka dag.
Kaz vill finna týnda vin sinn aftur og biður Louis um að ná í Meg aftur. Á sama tíma fara undarlegir hlutir að gerast í skóginum.
Kristín og Arnór kynnast dularfullri stelpu sem grunar sögukennarann um eitthvað skuggalegt. Hvað ætli sé í gangi hjá honum Sigurjóni sögukennara?
Leikarar: Kristín Erla Pétursdóttir, Arnór Orri Atlason, Arnþrúður Karen Viktorsdóttir, Agnes Wild og Karl Pálsson
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Elvar Egilsson
Það reynir á Arnór, Kristínu og Addú þegar þau þurfa að fela sig fyrir Sigurjóni. Síðan bætist við óvæntur gestur.
Íslensk þáttaröð í leikstjórn Arnórs Pálma Arnarsonar. Hekla hefur verið inn og út af meðferðarstofnunum frá unglingsaldri. Þegar hún missir forræði yfir dóttur sinni gerir hún tilraun til að halda sig á beinu brautinni með því að skrá sig í Hússtjórnarskólann í Reykjavík. Meðal leikenda eru Ebba Katrín Finnsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Katla Þórudóttir Njálsdóttir.
Hekla er farin að kunna vel við sig skólanum þegar hún fær slæmar fréttir. Hún fær ekki að hitta dóttur sína.

Þáttur um Vigdísi Finnbogadóttur þar sem rætt er við samstarfsfólk, vini og kunningja Vigdísar um forsetatíð hennar og þrautagönguna að embættinu. Hvað einkenndi íslensku konuna sem braut blað í heimssögunni og hvaða áskoranir fylgdu því að vera fyrsta konan? Hvaða pólitísku mál reyndust henni erfiðust og að hvaða leyti hafði Vigdís áhrif á sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar? Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Ragnheiður Thorsteinsson.

Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.

Breskur sakamálaþáttur um hinn slungna séra Brown sem er ekki bara kaþólskur prestur heldur leysir glæpsamleg mál á milli kirkjuathafna. Aðalhlutverk: Mark Williams.

Breskir sakamálaþættir frá 2021 um rannsóknarlögreglumanninn Roy Grace sem er þekktur fyrir að nota óhefðbundnar aðferðir í starfi. Þegar vinur hans og kollegi Glenn Brason biður hann um aðstoð dregst Grace inn í flókna rannsókn. Aðalhlutverk: John Simm og Richie Campbell. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Fjórða þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.