Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Vði höldum áfram umfjöllun okkar um ofbeldishópinn 764, hvaða aðferðum hann beitir til þess að ná taki á ungmennum og hvað foreldrar geta gert. Og hvar liggja mörkin á milli þess að styðja börn á stafrænum vettvangi - og þess að brjóta á friðhelgi einkalífs þeirra? María Rún Bjarnadóttir, yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, og Andrea Marel Þorsteinsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs í frístundamiðstöð hjá Reykjavíkurborg eru gestir okkar. Einnig er rætt við Stefán Sveinsson, tengilið Íslands við Europol.
Ragga Gísla og hljómsveitin Hipsumhaps taka höndum saman á balli í Austurbæ annað kvöld, við kíkjum á æfingu hjá þeim.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Braga Valdimars Skúlasonar og Vigdísar Hafliðadóttur. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Almar Blær Sigurjónsson, María Thelma Smáradóttir, Aníta Rós Þorsteinsdóttir og Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir.
Heimildarþáttur um sænska djasspíanóleikarann Jan Johansson sem lést árið 1968 aðeins 37 ára að aldri. Jan var áhrifamikill tónlistarmaður í heimalandi sínu og platan hans Jazz på svenska er mest selda djassplata allra tíma í Svíþjóð.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Sif Sigmarsdóttir, rithöfundur og pistlaskrifari, er gestur í Kilju að þessu sinni. Hún segir okkur frá nýrri skáldsögu sinni sem nefnist Allt sem við hefðum getað orðið. Nýstirni í íslenskum bókmenntum hittum við norður á Hjalteyri, það er Nína Ólafsdóttir, sem hefur fengið feikilega góða dóma fyrir fyrstu skáldsögu sína, Þú sem ert á jörðu. Andri Snær Magnason kemur í þáttinn og segir frá stuttri skáldsögu eftir sig sem nefnist Jötunsteinn - og fjallar um arkitektúr meðal annars. Jón Óskar Sólnes bjó árum saman í Washington og segir frá lífinu þar í samnefndri bók. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Láka-rímur eftir Bjarka Karlsson, Staðreyndirnar eftir Hauk Má Helgason og Hvalbak eftir Maó Alheimsdóttur.
Fjölskyldu- og skemmtiþáttur frá 2018. Jón Jónsson fær til sín hressar fjölskyldur sem etja kappi í bráðfyndnum spurningaleikjum og þrautum. Dagskrárgerð: Rúnar Freyr Gíslason. Upptökustjórn: Þór Freysson.
Sérstakur Hrekkjavökuþáttur Fjörskyldunnar!
Fjölskyldur Merkurgötu og Hrauntúns etja kappi í skuggalegri keppni.
Lið Merkurgötu skipa Ronja, Hugi, Hrafnhildur og Joe.
Lið Hrauntúns skipa Fanný, Perla, Erla og Svanhvít

Ólafía og Hekla eru uppátækjasamar og forvitnar vinkonur sem stelast til að framkvæma hinar ótrúlegustu vísindalegu tilraunir í skólanum sínum, með misgóðum árangri. Leikarar: Auður Óttarsdóttir og Guðbjörg Marý Eyjólfsdóttir.
Ólafía og Hekla fræðast um sögu hrekkjavökunnar og endurgera eldgos tilraunina úr seinasta þætti, nema með hrekkjavökuþema.
Hekla: Auður Óttarsdóttir
Ólafía: Guðbjörg Marý Eyjólfsdóttir
Sumarliði: Jóhann Axel Ingólfsson
Sumarliði hefur tekið við heimilisfræðikennslunni og fer með nemendur sína í tímflakk, þar sem við kynnumst hinum ótrúlegustu réttum frá mismunandi tímabilum í sögunni.
Á miðöldum gengu börn á milli húsa, oft klædd í búning, sungu eða fóru með bænir og fengu í skiptum sálarkökur. Þessi siður var kallaður að sála.
Í dag ætla krakkarnir því að búa til sálarkökur fyrir hrekkjavökuna.
Íslensk þáttaröð í leikstjórn Arnórs Pálma Arnarsonar. Hekla hefur verið inn og út af meðferðarstofnunum frá unglingsaldri. Þegar hún missir forræði yfir dóttur sinni gerir hún tilraun til að halda sig á beinu brautinni með því að skrá sig í Hússtjórnarskólann í Reykjavík. Meðal leikenda eru Ebba Katrín Finnsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Katla Þórudóttir Njálsdóttir.
Hekla fær að hitta dóttur sína í fyrsta sinn síðan hún kom úr meðferð. Það lifnar í gömlum glæðum.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.

Íslensk hrollvekja frá 2023. Ingi er ungur fjölskyldufaðir sem reynir að koma undir sig fótunum eftir að hafa valdið hræðilegu slysi. Hann finnur leigjanda látinn í Airbnb íbúð sinni og þegar hann reynir að púsla fortíð hans saman hefst dularfull atburðarás. Leikstjóri: Arró Stefánsson. Aðalhlutverk: Hjörtur Jóhann Jónsson, Heiðdís Chadwick Hlynsdóttir og Steinþór Hróar Steinþórsson. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Íslensk hrollvekja í tveimur hlutum, byggð á vinsælli skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Ungt fólk ákveður að gera upp hús á Hesteyri í Jökulfjörðum um hávetur, en fer fljótlega að gruna að þau séu ekki ein í eyðiþorpinu. Leikstjórn: Óskar Þór Axelsson. Aðalhlutverk: Jóhannes Haukur Jóhannesson, Thor Kristjansson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Anna Gunndís Guðmundsdóttir. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
