19:35
Kastljós
Næstu skref í leitinni að Jóni Þresti, íslensku tónlistarverðlaunin
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Kastljós er að mestu helgað leitinni að Jóni Þresti Jónssyni sem hvarf í Dublin fyrir sex árum. í hlaðvarpinu Hvar er Jón, sem unnið er í samstarfi RUV og írska ríkisútvarpsins, koma fram nýjar upplýsingar um aðdraganda hvarfsins auk þess sem írska lögreglan er harðlega gagnrýnd fyrir slæleg vinnubrögð við rannsóknina. Um helgina var fjölskylda Jóns Þrastar stödd í Dublin, meðal annars til að funda með lögreglunni um næstu skref í málinu. Kastljós fylgdi fjölskyldunni til Írlands. Þar að auki verður rætt við bróður Jóns sem upplýsir okkur um næstu skref lögreglunnar í málinu.

Litið við á íslensku tónlistarverðlaununum sem voru afhent í Hörpu í kvöld.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
Dagskrárliður er textaður.
Bein útsending.
,