Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Veiðigjöld gætu nær tvöfaldast ef nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra nær fram að ganga. Um væri að ræða einhverjar mestu breytingar sem gerðar hafa verið á fiskveiðistjórnunarkerfinu – einu helsta þrætuepli íslenskra stjórnmála undanfarna fjóra áratugi.
Ríkisstjórnin kallar þetta leiðréttingu sem tryggi almenningi réttlátari hlut af sameiginlegri auðlind. Útgerðin segir breytingarnar skaðlegar: þær muni draga úr afkomu, fækka störfum og bitna sérstaklega á landsbyggðinni.
Gestir Kastljóss í kvöld eru Hanna Katrín Friðriksson, atvinnumálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. En áður en við heyrum í þeim, fáum við viðbrögð frá Valmundi Valmundssyni, formanni Sjómannasambandsins, og Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum.
24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Lið Norðurþings og Reykjavíkur eigast við í 16 liða úrslitum.
Þáttaröð frá 2009 þar sem Eva María Jónsdóttir ræðir við nokkra af ástsælustu leikurum þjóðarinnar. Dagskrárgerð: Haukur Hauksson.
Erlingur Gíslason hefur ríkar skoðanir á leikhúsinu og kann að koma þeim frá sér. Hann hafði lengi áhuga á tilraunaleikhúsi og tók þátt í mörgum framúrstefnulegum sýningum, meðfram því að starfa sem leikari við Þjóðleikhúsið. Erlingur segir frá tengingu við handanheima, viðurkennir að hann og Brecht hafi haft rangt fyrir sér um áhrifamátt leikhússins og lýsir ákveðinni eftirsjá, eftir því sem hann hefði átt að gera meira af í starfi sínu.
Ida er ung norsk kona sem ákveður að taka tilveruna föstum tökum og einsetur sér að bæta sig á flestum sviðum daglegs lífs.
Ida er ung norsk kona sem ákveður að taka tilveruna föstum tökum og einsetur sér að bæta sig á flestum sviðum daglegs lífs. Í þessum þætti fær Ida góð ráð frá stílista og heimsókn til lýtalæknis á eftir að hafa meiri áhrif en hún bjóst við.
Íslensk þáttaröð sem fjallar um ævina frá upphafi til enda. Einblínt er á eitt æviskeið í einu og skoðað hvað hver kynslóð er að fást við. Sagðar eru sögur af fólki á öllum aldri og tekist á við stórar spurningar. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Sigríður Halldórsdóttir.
Í þessum þætti er fjallað um hin svokölluðu efri ár, en rannsóknir á hamingju Íslendinga sýna að fólk er aldrei hamingjusamara en einmitt á þessu æviskeiði. Og kannski ástæða til. Þarna geta margir litið stoltir um öxl, hallað sér aftur og notið ávaxtanna af öllu streðinu. Það er að segja, ef heilsan leyfir. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Sigríður Halldórsdóttir.
Heimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Áhorfendum er boðið að fylgjast náið með nokkrum framúrskarandi listamönnum sem veita innsýn í eigin sköpunarferli, allt frá innblæstri til útfærslu. Hver eru viðfangsefnin, aðferðirnar og tilgangurinn? Um hvað snýst myndlist í upphafi 21. aldar? Dagskrárgerð: Dorothée Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson.
Heimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Í þættinum kynnumst við listamönnunum Ólafi Sv. Gíslasyni, Ingu Svölu og Wu Shazhuan. Samfélagslegar áherslur og tengsl milli menningarheima eru undirstaða verkanna sem þau vinna. Dagskrárgerð: Dorothee Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson.
Ferðaþættir í umsjá Brynhildar Ólafsdóttur og Róberts Marshall þar sem þau fara með landsþekkta Íslendinga í svaðilför um ósnortna náttúru Íslands.
Páskaþáttur Úti segir frá magnaðri ferð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og föruneytis á hæstu tinda landsins síðastliðið sumar. Hópurinn gisti í tjöldum uppi í Öræfajökulsöskjunni, þar sem nú hefur myndast djúp sigdæld vegna óvæntra jarðhræringa í þessari megineldstöð sem ekki hefur bært á sér í aldir. Gengið var á hæsta tind Íslands í miðnætursól og enn fremur á öllu fáfarnari tind, Vestari Hnapp.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld hittum við óvenju marga tvíbura í sömu götu, við heimsækjum öruggasta sal landsins, við fylgjumst með hundakúnstum á Héraði og skellum okkur á hestbak með ungviðinu.

Jóga fyrir alla krakka í ævintýraheimi með dýrum og náttúru.
Ævintýrajóga hvetur börn til hreyfingar og að vera meðvituð um líkama sinn og líðan. Það gefur þeim verkfæri sem auðveldar þeim að líða vel í eigin líkama og takast á við daglegt líf. Jógakennari: Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Framleiðsla: Erla Hrund Hafsteinsdóttir.
Við kynnumst slöngunni, lærum að hreyfa okkur eins og hún og skoðum styrkleikana hennar.
Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Söngvakeppnisþema í þessum þætti. Skaparar og keppendur eru: Friðrik Ómar Hjörleifsson, Erlen Isabella Einarsdóttir, Greta Salóme Stefánsdóttir og Gabríel Máni Kristjánsson. og búa þau til Eurovisionbúning á hinn eina sanna Pál Óskar.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Stórtæka innspýtingu þarf í varnar- og öryggismál samkvæmt þátttakendum á ráðstefnu Ríkislögreglustjóra um efnið. Sigríður Björg Guðjónsdóttir ræðir helstu áskoranir í því samhengi. Nýr dagskrárliður hefur göngu sína þar sem áhorfendur sækja menningarvibðurði af ýmsum toga og miðla svo reynslunni í Kastljósi. Fjögurra manna fjölskylda úr Laugarneshverfinu á fyrsta leik, þau Einar Ómarsson, Unnur Gísladóttir, Karen Emmý og Magni.
Spurningakeppni framhaldsskólanna. Spurningahöfundar og dómarar eru Helga Margrét Höskuldsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur Bragason. Spyrill er Kristinn Óli Haraldsson. Stjórn útsendingar: Sturla Holm Skúlason.
Lið Menntaskólans á Akureyri og Menntaskólans við Hamrahlíð mætast í úrslitum. Keppendur frá Menntaskólanum á Akureyri: Árni Stefán Friðriksson, Kjartan Valur Birgisson og Sólveig Erla Baldvinsdóttir. Keppendur frá Menntaskólanum við Hamrahlíð: Atli Ársælsson, Valgerður Birna Magnúsdóttir og Flóki Dagsson.
Úkraínsk spennuþáttaröð. Þegar þrjár ungar stúlkur finnast látnar með stuttu millibili í borginni Osijek í Króatíu ákveða tveir rannsóknarlögreglumenn og tveir blaðamenn að hjálpast að við að leysa málin, en rannsókn málsins leiðir þau á hættulegar slóðir. Aðalhlutverk: Kseniia Mishyna, Goran Bogdan og Darko Milas. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Önnur þáttaröð þessara skosku spennuþátta. Lögfræðingurinn Max er laus úr fangelsi og fallinn í ónáð. Hann grunar alla um græsku og ekkert er eins og það sýnist. Aðalhlutverk: Mark Bonnar, Emun Elliot og Henry Pettigrew. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.