Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrsta aðgerðapakka sinn í húsnæðismálum, sem miðar að því að ná jafnvægi á markaðnum. Meðal annars ætlar stjórnin að bregðast við vaxtadómum Hæstaréttar til að eyða óvissu á lánamarkaði, bæta í við hlutdeildarlán og efla óhagnaðardrifin leigufélög. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fór yfir stóru línurnar.
Er góð hugmynd að nota gervigreindarforrit á borð við Chatgpt sem sálfræðing eða getur verið hættulegt að deila tilfinningum sínum með slíkum tækjum? Við könnuðum málið.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Hafnarfjarðar og Hornafjarðar. Umsjónarmaður er Sigmar Guðmundsson sem er einnig spyrill og gestaspyrill í þessum þætti er Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, dagskrárgerðarkona.
Lið Hafnarfjarðar skipa Kristbjörn Gunnarsson ráðgjafi, Karl Guðmundsson markaðsstjóri og Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar.
Lið Hornafjörðarðar skipa Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur og forstöðumaður Hornafjarðarsafna, Friðbjörn Garðarsson lögfræðingur og Friðrik Rúnar Garðarsson læknir.

Valinkunnir tónlistarmenn flytja nokkur laga sinna að viðstöddum áheyrendum í myndveri RÚV. Stjórn upptöku: Jón Egill Bergþórsson.
Söngvaskáldið Sóley flytur nokkur laga sinna.

Hemmi Gunn og Þórhallur Gunnarsson rifja upp gamla tíma og kynna á ný gesti sem slógu í gegn í þáttum Hemma á sínum tíma.
Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.

Leikin stuttmynd þar sem sýnd eru fyrstu viðbrögð í skyndihjálp. Sýnd verða rétt viðbrögð við bruna, blæðingum, í endurlífgun og ef aðskotahlutur festist í hálsi. Leikarar: Steinn Ármann Magnússon, Kristbjörg Kjeld, Hilmir Snær Guðnason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Kjartan Guðjónsson. Leikstjórn: Þórunn Lárusdóttir og Hilmir Berg Ragnarsson.

Þáttaröð frá 1998 um eyjar við Ísland. Dagskrárgerð: Sveinn M. Sveinsson. Framleiðandi: Plús film.

Kokkurinn Nisha Katona ferðast um Ítalíu og kynnist matreiðslu í ýmsum héruðum.


Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Krakkarnir búa til snjallvarpa og ör-myndband. Við notum svo varpann til að horfa á myndbandið í lokin á hvítu tjaldi - bara eins og í litlu einkabíói.
Bláa liðið:
Keppendur:
Hlynur Atli Harðarson
Elsa Santos
Stuðningslið:
Stefán Eggertsson
Áslaug Rún Davíðsdóttir
Kristinn Kàri Sverrisson
Elísabet Bogey Gapunay
Ari Þór Höskuldsson
Guðrún Inga Jónsdóttir
Íris Hrönn Janusdóttir
Gunndóra Viggósdóttir
Gísli Þór Árnason
Ragnheiður Jónasdóttir
Gula liðið:
Keppendur:
Salka Ýr Ómarsdóttir
Hilmar Máni Magnússon
Stuðningslið:
Hrafntinna Árnadóttir
Katla María Ómarsdóttir
Gyða Gunnarsdóttir
Rannveig Edda Aspelund
Anna Katrín Hannesdóttir
Brynjar Ólafsson
Nökkvi Arnarson
Óliver Ísak Kristjánsson
Stefán Rökkvi Erlingsson
Kári Steinn Örvarsson

Þessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir en að þessu sinni fræðumst við um jörðina. Þáttunum er ætlað að hvetja yngri áhorfendur til að verða ábyrgir borgarar og hjálpa þeim að skilja umhverfi sitt, svo þeir geti lagt sitt af mörkum til að vernda það.
Krakkar gera einfaldar jógaæfingar og krakkar heima í stofu geta verið með. Jóga liðkar og styrkir líkamann og róar hugann.
Þættirnir eru teknir upp í Yogashala.
Í þessum þætti sjáum við röð æfinga sem saman kallast Sólarhylling.
Umsjón: Elín Víðisdóttir, Sigurbjörg Helga Ákadóttir og Hulda Filippía Andradóttir.
Sumarliði hefur tekið við heimilisfræðikennslunni og fer með nemendur sína í tímflakk, þar sem við kynnumst hinum ótrúlegustu réttum frá mismunandi tímabilum í sögunni.
Í dag búa krakkarnir til víkingabrauð og víkinga blóðbrauð! Víkingabrauð var bakað á Víkingaöld sem var frá 800-1050. Brauðið er einfalt en það var búið til úr því korni sem var til hverju sinni og vatni. Stundum var hunang sett ofan á brauðið til að bragðbæta það en öðrum stundum var dýrablóð sett í deigið til að auka næringargildið.

Stuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, aðrar eru óþekktar en allar eru þær töffarar og eldhugar.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Íslensk tónlistarmyndbönd.
Lag: Lítið hús
Flytjendur: Hreimur Örn Heimisson og Fríða Hansen
Höfundur: Hreimur Örn Heimisson
Anton og Emma eru 16 ára og búa í framtíðinni í Noregi. Þau búa í sömu borg en á mismunandi loftlagssvæðum. Þeim var aldrei ætlað að hittast, hvað þá að verða ástfangin. Til að vera saman þurfa þau að snúa öllu í sínu lífi á hvolf.
Æðsta ráðið hefur ákveðið að Emma og Anton megi aldrei aftur hittast.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Embla Guðrúnar Ágústsdóttir er fötluð móðir, félagsfræðingur að mennt, aðgerðasinni og einstök listakona. Hún hefur frá unga aldri barist fyrir réttindum og breyttu viðhorfi til fatlaðs fólks.
Norskir spennuþættir um Kelechi sem losnar úr fangelsi eftir átta ára afplánun. Hann er fullur af hatri og staðráðinn í að ná fram hefndum með því að knésetja stærsta hassinnflytjanda Noregs. Aðalhlutverk: Tobias Haile Furunes, Jon Ranes og Philip Nguyen. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Úkraínsk leikin þáttaröð frá 2023 um sex ólíkar sögur þeirra sem ákváðu að verða eftir í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, þegar flestir flúðu eftir innrás Rússlands í febrúar 2022. Meðal leikenda eru Oleksandr Rudynskyy, Ekaterina Varchenko og Vyacheslav Dovzhenko. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Íslensk leikin þáttaröð um fyrrverandi tollvörðinn Felix sem flyst ásamt eiginkonu sinni, Klöru, í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík. Á meðan Klara nýtur frelsisins rankar Felix við sér í innihaldslausum hversdagsleika eftir langa starfsævi og leitar tilgangs. Leikstjóri: Ragnar Bragason. Aðalhlutverk: Jón Gnarr og Edda Björgvinsdóttir.
Klara ræðir við Felix um nándarleysi þeirra og vill að þau stundi aftur kynlíf eins og aðrir í kringum þau. Þegar nágranninn Reynir daðrar við Klöru ákveður Felix að gera eitthvað í málunum.
Danskir spennuþættir um hóp rannsóknarblaðamanna sem starfar við margverðlaunaðan og farsælan fréttaskýringaþátt í sjónvarpi. Það er orðið heldur langt síðan þátturinn hefur opinberað stórt mál og nú ógnar breytt fjölmiðlalandslag tilvist hans. En þegar ristjóranum Liv berst nafnlaus ábending fara hjólin að snúast og fyrr en varir flækjast hún og teymið hennar inn í efstu lög danskra stjórnvalda. Aðalhlutverk: Mille Dinesen, Søren Malling, Lila Nobel og Afshin Firouzi. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarmynd frá 2022 um hina vinsælu sjónvarpsþætti um Martin lækni sem kveður skjáinn eftir tíu þáttaraðir og 18 ár. Skyggnst er á bak við tjöldin við gerð síðustu þáttaraðarinnar og fjallað er um langlífi þáttanna og miklar vinsældir víðs vegar um heiminn. Leikstjóri: Stuart Orme.

Beinar útsendingar frá landsleikjum í handbolta.
Æfingalandsleikur Þýskalands og Íslands í handbolta. Leikurinn er liður í undirbúningi karlalandsliðsins fyrir EM í handbolta 2026.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Felix, a retired customs officer, moves with his wife, Klara, to an assisted living facility in Reykjavík. While Klara embraces her newfound freedom, Felix struggles to find purpose in his monotonous daily life, and minor inconveniences soon spiral into major conflicts. Director: Ragnar Bragason. Main cast: Jón Gnarr, Edda Björgvinsdóttir
Klara raises concerns about their lack of intimacy, wishing they could enjoy a sex life like those around them. When a neighbour begins flirting with her, Felix decides to take matters into his own hands.