

Tillý býr í gulu húsi með fimm góðum vinum. Krókódíl, svíni, hænu, fíl og kanínu. Þau sýna og sanna að vináttan er það besta í heimi.

Bubb byggir og félagar leysa vandamál og koma hlutum í verk með bros á vör. Getum við gert þetta? – Hvort við getum.

Önnur þáttaröð um Lalla, sem færir ykkur allan heiminn þegar hann grípur litina sína. Hann er svo flinkur að teikna hann Lalli!

Fjórða þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
Jóga fyrir alla krakka í ævintýraheimi með dýrum og náttúru.
Ævintýrajóga hvetur börn til hreyfingar og að vera meðvituð um líkama sinn og líðan. Það gefur þeim verkfæri sem auðveldar þeim að líða vel í eigin líkama og takast á við daglegt líf. Jógakennari: Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Framleiðsla: Erla Hrund Hafsteinsdóttir.
Við skulum hreyfa okkur saman eins og kisan. Við kynnumst kisunni og hennar hæfileikum.

Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.

Fjörugir þættir um sjóræningjastelpuna Rán og Sævar sem flýgur sinni eigin sjóflugvél.
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.

Þriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.

Fallegir teiknimyndaþættir um óvenjulega vináttu bjarnarins Ernests og músarinnar Célestine.

Kári, Villi og Hanna lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.

Þriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.

Matthildur er 12 ára stelpa sem býr yfir sérstöku leyndarmáli. Á hverjum degi þegar hún vaknar býr hún yfir nýjum ofurkrafti sem hún þarf að læra að stjórna. Aðeins besti vinur hennar veit af þessu og saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.

Jasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist. Saman njóta þau tónanna sem óma um Hljómbæ.

Baldur er undarlegur unglingur sem fær það hlutverk að passa hundinn Konráð. Konráð er hins vegar talandi hundur og miklu gáfaðri en Baldur. Spurningin er þá: Hver passar hvern?

Skemmtilegir þættir um hugmyndaríku stúlkuna Kötu sem ferðast með fjólubláu kanínunni Mumma til ævintýraheimsins Mummaheims.
Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
Á tímabilinu 2004-2006 voru fjögur hólf í hjörtum þjóðarinnar og þau voru frátekin fyrir þær Klöru, Ölmu, Steinunni og Emilíu sem skipuðu stúlknahljómsveitina Nylon. Þær áttu sviðið og nýttu ýmsa miðla svo sem raunveruleikaþætti, myndbönd og útitónleika til að næra þjóðina með tónlist sinni og útgeislun. Ekkert hnýtir þennan einstaka tíma betur saman en sambandsslitaneglan Losing a friend sem kom út undir lok tímabilsins, árið 2006. Við sögu koma marmaraflísar Verzlunarskólans, hugleiðingar um vináttuna og margt fleira. Fílun er framkvæmd af Snorra Helgasyni og Bergi Ebba. Með gæðastjórn fer Sandra Barilli.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Patrekur Jaime Plaza, Salka Sól Eyfeld og Sigurður Lárus Hall.
Kári Egils flytur upphafsstef Vikunnar og lagið Carry you home í lok þáttar ásamt hljómsveit.
Berglind Festival frumflytur lokaþátt seríunnar um Sjö undur Íslands.

Bikarmótið í áhaldafimleikum í Egilshöll.
Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
Keppendur eru þau Jakob Birgisson, Kristín Ólafsdóttir, Björg Magnúsdóttir og Björn Ingi Hrafnsson.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Ísafjörður er í fyrrirrúmi í Kilju vikunnar. Ísfirðingurinn Eiríkur Örn Norðdahl er gestur í þættinum og ræðir við okkur um nýja ljóðabók sína sem nefnist einfaldlega Fimm ljóð. Í Bókum & stöðum litumst við um á skáldaslóðum á Ísafirði og þar kemur meðal annars við sögu Guðrún Tómasdóttir sem ritaði nútímalegan skáldskap undir nafninu Arnrún frá Felli. Hlynur Níels Grímsson er læknir og rithöfundur. Hann segir okkur frá nýrri skáldsögu sinni sem heitir Súkkulaðileikur og tengist frægum atburðum í Landakotsskóla. Tómas Zoëga og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir eru höfundar litríkrar barnabókar sem nefnist Stórkostlega sumarnámskeiðið. Tómas fæst annars við loftslagvísindi og Sólrún er fiðluleikari. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Tóna útlaganna eftir Árna Heimi Ingólfsson, Strá fyrir straumi eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur og Skógarhögg eftir Thomas Bernhard.

Bikarmót í hópfimleikum í Egilshöll.


Loft hefur tekið jarðormana í sátt og kynnist nú ævintýralegri tilvist þeirra í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.

Dýralífsþættir sem gefa okkur dásamlega innsýn inn í undraveröld villtu dýranna.

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
„Það er bara að eiga galla, blautgalla eða þurrgalla, snorku og gleraugu, meira þarftu ekki,“ segir Hilmar Pálsson sem er á leið á rauðmagaveiðar. „Síðan leita ég að rauðmaganum í kringum steina, hann yfirleitt býr sér til hreiður, hreinsar botninn og þá finn ég hann þar, og tíni hann með höndunum og set í lítinn kartöflupoka.“ Þótt Hilmar sé líklega sá eini sem að veiðir rauðmaga með þessum hætti þá tíðkaðist það lengi að stinga eða gogga upp rauðmaga á grynningunum. Þá áttu krakkar það líka til að vaða út í og grípa fiskinn, eins og Hilmar gerir.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.

Íslenskir heimildarþættir um ferðalag Hringfarans, Kristjáns Gíslasonar, og Ásdísar Rósu, eiginkonu hans. Síðla árs 2023 ferðuðust þau á mótorhjóli um Japan. Ferðalagið reyndi á hjónin á ýmsa vegu og framandi venjur, menning og tungumál gerðu þeim erfitt fyrir. En smám saman lærðu þau á lífstaktinn og nutu ferðalagsins. Þegar upp var staðið reyndist Japan eitt eftirminnilegasta landið sem Hringfarinn hefur heimsótt.
Kristján og Ásdís Rósa reyna að aðlagast nýjum og framandi aðstæðum í Tókýó, stærstu borg heims. Þau kanna borgina áður en þau halda til eyjarinnar Hokkaídó þar sem stórbrotin náttúrufegurð hrífur þau.

Breskir spennuþættir um örvæntingafulla móður sem lifir áhættusömu lífi sem skartgripaþjófur á sama tíma og hún reynir að ná dóttur sinni aftur frá félagsþjónustunni og byggja örugga framtíð fyrir þær báðar. Aðalhlutverk: Sophie Turner, Frank Dillane og Mia Millichamp-Long. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Frönsk kvikmynd frá 2020 byggð á samnefndri skáldsögu eftir Gaël Faye. Gabríel er tíu ára og lifir hamingjusömu og áhyggjulausu lífi í Afríkuríkinu Búrúndí. En þegar þjóðarmorð er framið í nágrannaríkinu Rúanda og borgarastyrjöld hefst í heimalandinu breytist líf hans á augabragði. Leikstjóri: Eric Barbier. Aðalhlutverk: Djibril Vancoppenolle, Jean-Paul Rouve og Isabelle Kabano. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Bresk heimildarmynd frá 2022. Afreksíþróttamaðurinn Mo Farah segir átakanlega sögu sína. Níu ára gamall var hann fórnarlamb mansals og fluttur frá Sómalíu til Bretlands með ólögmætum hætti. Nú er hann orðinn margfaldur heims- og ólympíumeistari. Leikstjóri: Leo Burley.

Útsendingar frá HM í frjálsíþróttum innanhúss.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.