14:55
Íslendingar
Kristján frá Djúpalæk
Íslendingar

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Kristján var fæddur að Djúpalæk í Skeggjastaðahreppi í Norður Múlasýslu. Að loknu námi í Eiðaskóla og Menntaskólanum á Akureyri hóf hann búskap í Staðartungu ásamt eiginkonu sinni. Hjónin brugðu búi 1943 og fluttu til Akureyrar. Hann varð þekktur sem ljóðskáld og höfundur vinsælla dægurlagatexta og sendi frá sér þrettán ljóðabækur. Heildarkvæðasafn hans, Fylgdarmaður húmsins, kom út 2007. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 51 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,