
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eftir að Eddi strútapabbi hræðir kráku, setur hún á sig hræðilegan graskershaus til þess að hræða hann til baka. Eddi strútapabbi heldur að þetta sé skrímsli og verður dauðhræddur! Hann verður að bjarga börnunum!
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.

Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.

Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.

Teiknimyndaþættir um moldríku öndina Jóakim aðalönd, seinheppna frænda hans, Andrés önd, og félaga þeirra í Andabæ.

Krakkarnir bjarga Lofti úr svartholi en það kemur eitthvað skrítið til baka. Er þetta kannski ekki Loft?
Það er sannkölluð hrekkjavökustemning þegar sumarbúðargengið heldur út í myrkrið, tilbúið í ævintýri kvöldsins.
Áróra ætlar aðeins að færa vini sínum hrekkjavökunammi en þegar hún hittir þann sem segist vera Loft tekur kvöldið óvænta stefnu.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Umsjón: Bragi Valdimar Skúlason og Vigdís Hafliðadóttir. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Magnús Jóhann Ragnarsson, Óskar Guðjónsson, Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir.

Danskir þættir um ungt par sem vill einfalda líf sitt og hefur búskap.
Heimildarmynd um leitina að Gullskipinu, Het Wapen van Amsterdan, sem var hlaðið gersemum þegar það fórst í nágrenni við Skeiðarársand árið 1667 og hefur aldrei fundist. Dagskrárgerð: Jón Ársæll Þórðarson og Steingrímur Jón Þórðarson.
Eva María Jónsdóttir og Pétur Blöndal fara í rannsóknarleiðangur og draga fram þræði ljóðsins í íslensku samfélagi. Hafa ljóð þýðingu í tilverunni og geta þau breytt lífi fólks? Þau skoða þætti sem ná yfir allt frá leikskólum til elliheimila, vöggu til grafar, ást til haturs, tónlist til myndlistar, göldrum til vísinda, rímum til rapps og landnámi til þessa dags. Dagskrárgerð: Jakob Halldórsson.
Í þættinum rýnum við í ólíkar birtingarmyndir ljóðsins eftir listgreinum. Er hægt að flytja ljóð í dansi? Við ræðum andófið hjá Pussy Riot, fylgjumst með ungum rappara keppa í rímnaflæði, skoðum sléttuböndin í þungmálmi Skálmaldar og margt fleira.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld kynnumst við gjafmildum gítarsmið sem tekur þátt í fjölmörgum samfélagsverkefnum, við heimsækjum fjölsmiðjuna Ásbyrgi í Stykkishólmi, við hittum konu sem endurnýtir plast með óvanalegum hætti og við förum í kappakstur á slátturvélatraktorum.
Þáttur um Vigdísi Finnbogadóttur þar sem rætt er við samstarfsfólk, vini og kunningja Vigdísar um forsetatíð hennar og þrautagönguna að embættinu. Hvað einkenndi íslensku konuna sem braut blað í heimssögunni og hvaða áskoranir fylgdu því að vera fyrsta konan? Hvaða pólitísku mál reyndust henni erfiðust og að hvaða leyti hafði Vigdís áhrif á sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar? Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Ragnheiður Thorsteinsson.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Útreiðartúrinn eftir Rögnu Sigurðardóttur, Emilíu eftir Ragnar Jónasson og Skólastjórann eftir Ævar Þór Benediktsson. Við förum svo norður í Skagafjörð á slóðir Jóns Ósmanns sem var ferjumaður á Héraðsvötnum og sögufræg persóna. Svissneski rithöfundurinn Joachim B. Schmidt hefur ritað skáldsögu sem er byggð á honum og nefnist einfaldlega Ósmann. Hún er nú komin út á íslensku. Kristín Svava Tómasdóttur segir okkur frá bók sinni sem heitir Fröken Dúlla en þar rekur hún ævi Jóhönnu Knudsen sem varð nokkuð alræmd fyrir afskipti sín af stúlkum og konum á tíma hins svonefnda ástands. Jón Erlendsson spjallar við okkur um þýðingu sína á hinu mikla verki Don Juan eftir Byron lávarð og líka um leikrit sitt í bundnu máli sem nefnist Hóras prins af Hákoti. Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Forlagsins, ræðir um útgáfu og lestur á Halldóri Laxness.

Bresk þáttaröð um dýralæknastofu í Yorkshire á fjórða áratugnum. Þættirnir byggjast á bókum eftir Alf Wight sem skrifaði undir nafninu James Herriot. Aðalhlutverk: Nicholas Ralph, Anna Madeley og Samuel West.
Heimildarþættir um samfélagsmiðla í umsjón Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur. Í þáttunum rýnum við í samfélagsmiðlanotkun Íslendinga og skoðum hvaða áhrif þeir hafa á líf okkar og sjálfsmynd. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Í þessum þætti rýnum við í samfélagsmiðlafíkn, en sífellt fleiri Íslendingar eiga erfitt með að slíta sig frá samfélagsmiðlum. Við skoðum áhrif fjölspilunarleikja á unga notendur og veltum fyrir okkur framtíð samfélagsmiðla.


Krakkarnir bjarga Lofti úr svartholi en það kemur eitthvað skrítið til baka. Er þetta kannski ekki Loft?
Það er sannkölluð hrekkjavökustemning þegar sumarbúðargengið heldur út í myrkrið, tilbúið í ævintýri kvöldsins.
Áróra ætlar aðeins að færa vini sínum hrekkjavökunammi en þegar hún hittir þann sem segist vera Loft tekur kvöldið óvænta stefnu.
Snillingarnir Linda Ýr og Baldur Björn eru í rannsóknarleiðangri og ætla að komast að því hvers vegna náttúran er að breytast.
Jörðin er þáttur sem fjallar um umhverfismál og hvernig krakkar geta hjálpað til við að breyta heiminum til hins betra.
Umsjón: Linda Ýr Guðrúnardóttir og Baldur Björn Arnarsson
Í þessum þætti kynna Linda og Baldur sér hvaða áhrif matarsóun hefur á loftslagið okkar.
Þau tala við Rakel sem er sérfræðingur í matarsóun, hitta flotta krakka í Húsaskóla sem eru með sérstakt átak gegn matarsóun, og síðan hitta þau líka Hafberg garðyrkjumann hjá Lambhaga sem segir okkur allt um það hvernig fræ verður að káli.
Þáttaröð í sex hlutum þar sem Steiney Skúladóttir og Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir kryfja til mergjar geðheilsu og greiningu á andlegri vanheilsu ungs fólks, en kvíði og aðrir andlegir kvillar eru sívaxandi vandamál. Í þáttunum er fjallað um nokkra tiltekna kvilla, meðferð og mögulegar úrlausnir, algengar mýtur og rætt við fólk sem greinst hefur með geðröskun, aðstandendur og fagfólk. Þættirnir eru sjálfstætt framhald Edduverðlaunaþáttaraðarinnar Framapots. Leikstjóri: Arnór Pálmi Arnarsson. Framleitt af Sagafilm.
Átraskanir eru mikið samfélagsmein og jafnframt geðröskun sem oft er erfitt að bera kennsl á. Samfélagsmiðlar, staðalímyndir og útlitsdýrkun ýta undir brenglaða sjálfsmynd ungs fólks og átraskanir virðast verða æ algengari í hinum vestræna heimi. Stelpurnar kanna málið í þessum þætti, þar sem Sigurlaug Sara heimsækir sálfræðing, þær hitta aðgerðateymi Hvíta bandsins og halda matarboð með ungu fólki sem hefur glímt við átröskun.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.

Íslensk leikin þáttaröð um fyrrverandi tollvörðinn Felix sem flyst ásamt eiginkonu sinni, Klöru, í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík. Á meðan Klara nýtur frelsisins rankar Felix við sér í innihaldslausum hversdagsleika eftir langa starfsævi og leitar tilgangs. Leikstjóri: Ragnar Bragason. Aðalhlutverk: Jón Gnarr og Edda Björgvinsdóttir.
Klara ræðir við Felix um nándarleysi þeirra og vill að þau stundi aftur kynlíf eins og aðrir í kringum þau. Þegar nágranninn Reynir daðrar við Klöru ákveður Felix að gera eitthvað í málunum.
Önnur þáttaröð þessara bresku spennuþátta sem gerast á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Stríðið hefur náð til Norður-Afríku þar sem herdeild Harrys tekst á við erfiðar aðstæður í eyðimörkinni. Orrustan geisar í lofti yfir Manchester og íbúar á meginlandi Evrópu eru komnir á ystu nöf. Handritshöfundur: Peter Bowker. Aðalhlutverk: Jonah Hauer-King, Zofia Wichlacz og Lesley Manville. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Verðlaunamynd frá 1980 í leikstjórn David Lynch um hinn afmyndaða Joseph Merrick sem berst fyrir lífi sínu í samfélagi sem fyrirlítur hann vegna útlits hans. Í aðalhlutverkum eru Anthony Hopkins, John Hurt og Anne Bancroft. Myndin var tilnefnd til átta Óskarsverðlauna. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Felix, a retired customs officer, moves with his wife, Klara, to an assisted living facility in Reykjavík. While Klara embraces her newfound freedom, Felix struggles to find purpose in his monotonous daily life, and minor inconveniences soon spiral into major conflicts. Director: Ragnar Bragason. Main cast: Jón Gnarr, Edda Björgvinsdóttir
Klara raises concerns about their lack of intimacy, wishing they could enjoy a sex life like those around them. When a neighbour begins flirting with her, Felix decides to take matters into his own hands.