Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Hvernig á að tala um fréttir við börn þegar fréttirnar eru kannski ekkert sérstaklega góðar eða þægilegar? Hrund Þrándardóttir, sálfræðingur og Ari Páll Karlsson, ritstjóri Krakkafrétta á RÚV ræða málið.
Einnig rætt við Ævar Þór Benediktsson, einn af afkastamestu barnabókahöfundum landsins. Hann hefur gefið út næstum því jafn margar bækur og árin sem hann hefur lifað og segist hvergi nærri hættur.
Matreiðsluþættir með Kristni Guðmundssyni. Eftir að Kristinn varð pabbi fór hann að elda ofnrétti oftar. Þar sem hann er vanur að fara ótroðnar slóðir eldar hann alla réttina í eldofni sem hann byggði með vinum sínum í Norður-Frakklandi. Dagskrárgerð og framleiðsla: Kristinn Guðmundsson.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Stuttir þættir um sögurnar á bak við áhugaverðar ljósmyndir. Í hverjum þætti er fjallað um eina ljósmynd og sögu hennar – hvað var að gerast þegar myndin var tekin, hverjar voru aðstæður fólksins á ljósmyndinni og hvert er samhengið við nútímann? Leikstjóri: Þorsteinn J. Framleiðsla: Þetta líf, þetta líf.
Á ljósmyndinni sem fjallað er um sjást tveir bændur kyssast á munninn í leitum árið 1948. Þetta var siður gangnaforingja og var kallað stórkoss. Barnabörn mannanna tveggja, þau Ólöf Sigurðardóttir og Jón Gíslason, segja frá öfum sínum.
Breskir sakamálaþættir. Liz Nyle er lögreglufulltrúi sem vaktar fjölskyldu í vitnavernd. Þegar fjölskyldan verður fyrir skotárás á heimili sínu vakna upp ýmsar spurningar, þar á meðal hvers vegna samstarfsfélagi Liz sem hún tengist persónulegum böndum var á vettvangi glæpsins. Aðalhlutverk: Siobhan Finneran, Alec Newman og Andrew Knott. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Rómantískir dramaþættir frá 2023. Fyrir sextán árum ákváðu Alice og Jack að halda hvort í sína áttina eftir að hafa varið einni nótt saman. Hins vegar er eitthvað sem dregur þau sífellt aftur hvort að öðru. Aðalhlutverk: Domhnall Gleeson, Andrea Riseborough og Sunil Patel. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sannsögulegir breskir sakamálaþættir frá 2021. Þrettán árum eftir morðið á hinum átján ára Stephen Lawrence berjast foreldrar hans enn fyrir réttlæti honum til handa. Rannsóknarlögreglumaðurinn Clive Driscoll er sannfærður um að hægt sé að leysa málið þrátt fyrir andstöðu innan lögreglunnar. Aðalhlutverk: Sharlene Whyte, Steve Coogan og Hugh Quarshie. Leikstjóri: Alrick Riley. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Umsjón og handrit: Ari Páll Karlsson og Embla Bachmann. Ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undanfarið lýst því yfir að Bandaríkin taki yfir Grænland. Ari Páll greinir stöðuna.