Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Hæstiréttur úrskurðaði í svokölluðu vaxtamáli Neytendasamtakanna og VR gegn bönkunum í dag, þar sem deilt var um hvort ákveðnir skilmálar á lánum með breytilegum vöxtum væru lögmætir eða ekki. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að skilmálar Íslandsbanka væru ólöglegir. Bankinn mætti ekki miða við annað en stýrivexti þegar vöxtunum væri breytt. Málið er eitt af fjórum sambærilegum málum sem fara fyrir réttinn. Gestir þáttarins eru Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna og Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram frumvarp um að fella niður neitunarvald einstakra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að breyta svonefndum vaxtarmörkum – mörkum þar sem byggð má rísa. Skiptar skoðanir eru á því hvort það flýti fyrir nauðsynlegri uppbyggingu eða stefni skipulagi höfuðborgarinnar í óreiðu. Við kynnum okkur málið í lok þáttar.

Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Dalvíkurbyggðar og Rangárþings ytra. Umsjónarmaður er Sigmar Guðmundsson sem er einnig spyrill og gestaspyrill í þessum þætti er
Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona.
Lið Dalvíkurbyggðar skipa Klemenz Bjarki Gunnarsson grunnskólakennari í Dalvíkurskóla, Magni Þór Óskarsson umsjónakennari í Norðlingaskóla og Kristín Björk Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Símenntunarstöð Eyjafjarðar.
Lið Rangárþings skipa Steinar Tómasson aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Hellu, Harpa Rún Kristjánsdóttir háskólanemi og Hreinn Óskarsson skógarvörður og bóndi í Odda.

Matgæðingarnir í Price-fjölskyldunni töfra fram kræsingar við öll tækifæri.

Fjórir þættir þar sem fylgst er með þeim Rósu Gísladóttur myndlistarmanni, Ásu Björk Ólafsdóttur presti, Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara og Yrsu Sigurðardóttur rithöfundi. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.
Í þættinum er fylgst með Rósu Gísladóttur myndlistarmanni frá því að hugmynd kviknaði að sýningu í listasafninu Mercati di Traiano í miðborg Rómar í fyrrasumar. Öll verkin voru unnin í fullri stærð á Íslandi og flutt til Rómar. Þar voru þau sett upp á áður nefndu safni sem er við Keisaratorgið. Í þættinum kynnumst við listamanninum og verkum hennar í gegnum samtöl og vinnu hennar við verkin.
Íslensk heimildarmynd um Dagbjörtu Andrésdóttur, metnaðarfullan söngnema sem les ekki nótur heldur lærir þær með eyranu – en það dugar ekki til að útskrifast. Í leit að svörum uppgötvar hún, 26 ára, að hún hefur verið blind frá fæðingu með heilatengda sjónskerðingu, eða CVI. Myndin er sýnd á sama tíma á RÚV 2 með íslenskri sjónlýsingu. Leikstjóri: Bjarney Lúðvíksdóttir. Framleiðsla: Eyjafilm.


Önnur þáttaröð af Monsunum Kára, Villa og Hönnu sem lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.
Ævintýri Tulipop er skemmtileg teiknimyndaþáttaröð um litríkan vinahóp sem býr á töfraeyjunni Tulipop.
Í þáttaröðinni er fylgst með vinunum Fredda, sveppa-systkinunum Búa og Gló, Maddý og ekki má gleyma Herra Barra sem er elstur og vitrastur allra á Tulipop. Þau eru öll afar ólík bæði hvað útlit og skapgerð varðar. Á Tulipop búa sterkar kvenpersónur og staðalímyndir fyrirfinnast ekki. Enginn er fullkominn, öllum verður einhvern tíma á í messunni en það sem mestu máli skiptir er kærleikurinn og vináttan. Í hverjum þætti lenda aðalpersónurnar í spennandi ævintýrum og eignast nýja vini.
Ævintýri Tulipop sækir innblástur sinn í íslenska náttúru, sem leikur stórt hlutverk í þáttaröðinni. Virðing fyrir náttúrunni er í fyrirrúmi og markmiðið er að miðla jákvæðum skilaboðum og gleði til barna á öllum aldri.
Norðuljósin senda frá sér dularfullt fræ sem lendir á Hauskúpuhæð, hjá Herra Barra, og upp vex töfraóskatré. Óskirnar vefjast ekki fyrir Fredda, Gló og Maddýju, þau vita upp á hár hvers þau ætla að óska sér. Búi á hins vegar erfitt með að gera upp hug sinn. Óskir hinna þriggja hafa slæmar afleiðingar í för með sér og Búi, sem á enn eftir að óska sér, bjargar málunum.
Serían gerist í litríkum og súrsætum skrímsla heimi þar sem fjölbreytt skrímsli búa í sátt og sæti. Í hverjum þætti kynnumst við nýju skrímsli sem býr yfir vægast sagt sérstökum eiginleikum. Kíkjum við og sjáum hvað setur, kannski við getum kynnst þeim aðeins betur.
Þegar litlir stubbar fá hiksta hringir lítil bjalla í húsi Hikstaskrímslisins. Þá stekkur hann af stað, fer í freyðibað og lagar þannig hikstann. Eins gott að hann festist ekki í of þröngri peysu og komist þar af leiðandi ekki í bað!

Flóra er níu ára og finnur gat í limgerðinu úti í garði. Hún skríður í gegn og er skyndilega stödd í skóginum endalausa – galdraheimi þar sem allt getur gerst. Þar ráfa um skrítnar og stórkostlegar verur. Þær lenda í ýmiss konar vandræðum og enginn getur hjálpað þeim – nema kannski Flóra sjálf?

Þáttabrot úr Stundinni okkar 2018. Krakkar lesa fyrir okkur frumsamdar hryllingssögur.
Steinunn Margrét Herbertsdóttir las söguna sína Veran
Sögurnar voru gefnar út í bókinni Eitthvað illt á leiðinni er.
Ritstjórn: Markús Már Efraím

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Íslensk tónlistarmyndbönd.
Lag: Ástin á sér stað
Höfundur lags: Halldór Gunnar Pálsson
Höfundur texta: Magnús Þór Sigmundsson
Úr Tónaflóði 2021.
Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
Hið sívinsæla lag, Hvers vegna varst' ekki kyrr, eftir Jóhann G. Jóhannsson er tekið fyrir. Stórsöngvarinn Pálmi Gunnarsson söng lagið inn á samnefnda plötu árið 1980. Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um lagið og Pálma sjálfan í ljúfri og öruggri skyldufílun og setja vinsældir þess í samhengi við þróun byggðamála og fleiri mikilvæga þætti íslensks þjóðlífs. Leikstjórn: Allan Sigurðsson.

Vikinglottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Upptökur frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu.
Finnski hljómsveitarstjórinn Dima Slobodeniouk og þýski píanóleikarinn Martin Helmchen leiða áheyrendur í gegnum efnisskrá þar sem tónlist fjögurra frumkvöðla 20. aldarinnar er leikin. Flutt eru verk eftir Claude Debussy, Béla Bartók og Maurice Ravel. Kynnir er Halla Oddný Magnúsdóttir.
Áströlsk þáttaröð byggð á samnefndri skáldsögu eftir Liane Moriarty. Sophie Honeywell erfir hús á lítilli eyju í grennd við Sydney. Nokkrum áratugum áður hvarf par á eyjunni og fljótlega eftir komuna þangað áttar Sophie sig á að hún er full af leyndardómum. Aðalhlutverk: Teresa Palmer, Miranda Richardson og Danielle Macdonald. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Finnsk heimildarþáttaröð frá 2024 um lítt þekkta atburði á norðurslóðum í kalda stríðinu, meðal annars tengda valdatafli stórveldanna, njósnum og kjarnorkutilraunum. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sænsk-íslensk spennuþáttaröð um sænskan ráðherra sem leggur til að olíuborun verði bönnuð á norðurheimskautssvæðinu. Þegar Norðurskautsráðið hittist á Grænlandi til að undirrita sáttmála þess efnis er ráðist á sænskt skip í nágrenninu og áhöfninni rænt. Árásin reynist vera fyrsti hluti vel skipulagðrar aðgerðar sem ætlað er að koma í veg fyrir undirritun sáttmálans. Aðalhlutverk: Lena Endre, Bianca Kronlöf, Alexander Karim, Johannes Kuhnke og Angunnguaq Larsen. Handritshöfundar eru Birkir Blær Ingólfsson, Jónas Margeir Ingólfsson og Jóhann Ævar Grímsson. Þættirnir eru að mestu teknir upp á Íslandi og eru samframleiðsluverkefni á milli Sagafilm og Yellowbird í Svíþjóð með stuðningi frá RÚV. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Íslensk heimildarmynd um Dagbjörtu Andrésdóttur, metnaðarfullan söngnema sem les ekki nótur heldur lærir þær með eyranu – en það dugar ekki til að útskrifast. Í leit að svörum uppgötvar hún, 26 ára, að hún hefur verið blind frá fæðingu með heilatengda sjónskerðingu, eða CVI. Myndin er sýnd á sama tíma á RÚV 2 með íslenskri sjónlýsingu. Leikstjóri: Bjarney Lúðvíksdóttir. Framleiðsla: Eyjafilm.

Umfjallanir um leiki í undankeppni EM kvenna í handbolta.
Upphitun fyrir leik Íslands og Færeyja í undankeppni EM kvenna í handbolta.

Leikir í undankeppni EM kvenna í handbolta.
Leikur Íslands og Færeyja í undankeppni EM kvenna í handbolta.

Umfjallanir um leiki í undankeppni EM kvenna í handbolta.
Uppgjör á leik Íslands og Færeyja í undankeppni EM kvenna í handbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.