Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Það eru óvenjumargir í Silfrinu í kvöld enda rík ástæða til. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins, hefur slitið meirihlutasamstarfinu í Reykjavíkurborg og óvíst hvaða flokkar geta komið sér saman um að mynda nýjan. Oddvitar allra átta flokka í borgarstjórn eru gestur Silfursins í kvöld.
24 stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti reyna með sér lið Árborgar og Borgarbyggðar. Í liði Árborgar eru Ólafur Helgi Kjartansson, Þóra Þórarinsdóttir og Páll Óli Ólason og fyrir Borgarbyggð keppa Einar S. Valdimarsson, Heiðar Lind Hansson og Hjördís H. Hjartardóttir.
Andri Freyr Viðarsson skoðar hina hliðina á hversdagsleikanum. Hann heimsækir forvitnilega staði, mætir á áhugaverð mannamót, spjallar við sérstakar týpur og prófar óvenjuleg störf. Ekkert er Andra óviðkomandi á flandri sínu um höfuðborgina; málaðir miðaldra rokkarar, falið kúluspilasafn, moskva í miðbænum, skeggjuð kona, fitulaust brúnt fólk, háskólanemar í þykjó, samkynhneigðir söngfuglar og fleira. Dagskrárgerð: Kristófer Dignus. Framleiðandi: Stórveldið ehf.
Á Japönskum dögum Háskólans rekst Andri á sérvitran hóp af fólki sem hefur það fyrir áhugamál að klæða sig upp sem teiknimynda-og tölvuspilahetjur. Í sjoppunni hans Andra á Grettisgötu vinnur ung kona með skegg. Andri kynnir sér söguna bak við mottuna. Félag múslima starfrækir mosku í iðnaðarhúsi í Ármúla. Andri fær boð á bænastund og mætir spenntur að sjá og læra eitthvað nýtt.
