Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Dómur Jónasar Sen um kóruppfærslu Carmina Burana vakti úlfúð margra, en skrif Jónasar eru afdráttarlaus í gagnrýni á verkið. Atburðarásin á sér fordæmi í íslensku menningarlífi fortíðarinnar þar sem sterkorður gagnrýni vekur reiði. Bryndís Loftsdóttir fyrrum gagnrýnandi og Njörður Sigurjónsson prófessor í menningarstjórnun ræða hlutverk og markmið gagnrýni. Metfjöldi nemenda útskrifast úr Listaháskóla Íslands í ár, þar með taldir myndlistarnemarnir Helga Thorlacius Finnsdóttir, Silja Rún Högnadóttir og Sigurlinn Maríus Sigurðarson auk Dags Eggertssonar, nema í grafískri hönnun. Leiklistardeild skólans setur upp söngleikinn Leg og Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikstýrir.
Sundhöll Hafnarfjarðar verður að leikhúsi í nokkrar kvöldstundir þegar sviðslistahópurinn Gleym-mér-ei ásamt kvennakórnum Kötlu setur upp verkið Konukroppar. Höfundar verksins eru Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Snædís Ingadóttir.
24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Spurningakeppni sveitarfélaganna. Lið Akraness og Reykjanesbæjar eigast við. Lið Akraness skipa: Valgarður Lyngdal Jónsson, Þorkell Logi Steinsson og Reynir Jónsson. Lið Reykjanesbæjar skipa: Baldur Guðmundsson, Hulda Guðfinna Geirsdóttir og Theodór Kjartansson. Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari: Ólafur B. Guðnason. Aðstoð við dagskrárgerð: Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.
Íslenskir heimildarþættir. Viktoría Hermannsdóttir kynnist æskuslóðum viðmælenda sinna í ýmsum bæjum og hverfum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir. Framleiðsla: Pera.
Innan um háan fjallgarðinn á Seyðisfirði sleit ljósmyndarinn Helgi Ómarsson barnsskónum. Viktoría Hermannsdóttir röltir með Helga um æskuslóðir hans fyrir austan.
Önnur sería þessara leiknu þátta sem byggðir eru á ókláraðri skáldsögu Jane Austen frá 1817. Þættirnir segja frá Charlotte Heywood, ungri konu sem flyst frá sveitaheimili foreldra sinna til sjávarþorpsins Sanditon þar sem ýmsar breytingar eru í vændum. Aðalhlutverk: Rose Williams, Crystal Clarke og Kris Marshall.
Heimildarþáttaröð í fjórum þáttum um einn ástsælasta leikara og grínara þjóðarinnar, Sigurð Sigurjónsson, sem skemmt hefur landsmönnum á skjánum, á sviði sem og á hvíta tjaldinu í meira en fjörutíu ár. Siggi og samferðafólk hans er tekið tali um leið og eftirminnilegustu hlutverkin eru rifjuð upp. Umsjón: Guðmundur Pálsson. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
Fyrir tíu árum fylgdi hópur kvikmyndagerðamanna börnum í bekknum 0.b í skólanum á Duevej í Frederiksberg í Danmörku í gegnum allt fyrsta skólaárið þeirra. Nú, þegar börnin eru á lokaári grunnskóla, heimsækjum við þau aftur og komumst að því hvernig manneskjur þau eru í dag og hvernig grunnskólinn hefur mótað þau.

Dana er 9 ára stelpa sem elskar risaeðlur. Líf hennar breytist til frambúðar þegar hún fær gefins handbók um risaeðlur, sem kennir henni ekki aðeins nýja hluti um dýrin, heldur gefur henni ofurkrafta sem gera henni kleift að sjá fyrir sér risaeðlur í raunveruleikanum.
Ævintýralegir danskir þættir fyrir alla fjölskylduna. Vinirnir Charly, Niels og Tania eru í fríi á Borgundarhólmi. Þegar Silje, vinkona þeirra, er sökuð um að hafa skemmt verðmætt listaverk á safni Oluf Høst eru þau staðráðin í að sanna sakleysi hennar og ná sökudólgnum. Málið reynist hins vegar stærra og flóknara en þau gerðu sér í hugarlund og fljótlega eru þau komin á hættulegar slóðir. Þættirnir eru framhald af þáttaröðinni Horfna rafherbergið. Aðalhlutverk: Marinus Refnov, Cecilia Loffredo, Bertil Smith og Lova Müller Rudolph.
Breskir spennuþættir byggðir á samnefndri skáldsögu Anthonys Horowitz. Ritstjórinn Susan Ryeland fær í hendurnar handrit að nýjustu skáldsögu glæpasagnahöfundarins Alans Conway. Þegar hún kemst að því að lokakaflann vantar í handritið hefur hún leit að týndu blaðsíðunum og flækist í leiðinni óvænt í vef lyga og leyndarmála. Aðalhlutverk: Lesley Manville, Conleth Hill og Tim McMullan.
Kvikmynd frá árinu 2000 sem gerist í námubæ á Norður-Englandi 1984 og segir frá ungum dreng sem fer ótroðnar slóðir í íhaldssömu samfélagi þegar hann ákveður að æfa ballett í stað hnefaleika. Myndin var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna. Leikstjóri: Stephen Daldry. Aðalhlutverk: Jamie Bell, Gary Lewis, Jean Heywood, Jamie Draven og Julie Walters.
Upptaka frá tónleikum sem haldnir voru í apríl í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því ABBA sigraði Eurovision. Sænskt tónlistarfólk, auk annarra, heiðra hljómsveitina í þessari tónlistar- og nostalgíuveislu sem haldin var í Cirkus í Stokkhólmi.