Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um þingrof. Þing verður rofið á fimmtudag og Alþingiskosningar verða 30. nóvember. Sitjandi ríkisstjórn situr sem starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Vinstri græn hafa lýst yfir að þau ætli ekki að taka þátt í henni, sem hefur aldrei gerst áður. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, og Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, ræddu stöðuna.
Æðsti yfirmaður bandaríkjahers segir að Keflavíkurstöðin skipti enn miklu máli og að uppbygging þar muni halda áfram. Hann var staddur hér á landi fyrir helgi á fundi með utanríkisráðherra og yfirmönnum hermála norðurskautsríkjanna. Þar var meðal annars rætt um þróun öryggismála og áskoranir sem tengjast loftlagsbreytingum og hernaðarumsvifum á Norðurslóðum.
Gamanmyndin Topp 10 möst eftir Ólöfu Birnu Torfadóttir var frumsýnd á dögunum en Helga Braga Jónsdóttir fer með aðalhlutverkið. Kastljós kynnti sér myndina.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Að þessu sinni etja kappi lið Fljótsdalshéraðs og Álftaness. Í liði Fljótsdalshéraðs eru Þorbjörn Rúnarsson, Margrét Urður Snædal og Þorsteinn Bergsson og fyrir Álftanes keppa Guðmundur Andri Thorsson, Hilmar Örn Hilmarsson og Vigdís Ásgeirsdóttir.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum um líf fólks sem býr við skerta starfsgetu og/eða líkamlega fötlun af ýmsum toga. Í þáttunum fylgjumst við með fólki á öllum aldri, víða um land, í ýmsum störfum og með ólíka fötlun og fjölskyldugerð. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja.
Í þessum þætti segir Katrín Björk Guðjónsdóttir sögu sína. Katrín er staðráðin í að syngja fyrir fólkið sitt á ný þrátt fyrir endurtekin heilablóðföll.
Danskir heimildarþættir þar sem sex pör sem hafa verið gift í fjölda ára deila sögum úr hjónabandinu. Hvernig er það að eyða meirihluta ævinnar saman? Er hægt að elska sömu manneskjuna allt sitt líf?
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Efnismikil Kilja miðvikudagskvöldið 9. okt. Halldór Armand segir frá glænýrri skáldsögu sinni sem nefnist Mikilvægt rusl - það er gamansöm saga sem gerist meðal annars í öskunni. Árni Heimir Ingólfsson ræðir um verk sitt Tónar útlaganna en þar segir frá erlendum tónlistarmönnum sem komu til Íslands á flótta undan nasistum. Við eigum viðtal við dóttur eins þeirra, tónlistarkonuna Sibyl Urbancic sem kom til Íslands barnung, rétt fyrir stríð. Þórunn Valdimarsdóttir talar við okkur um Spegil íslenskar fyndni en það er úttekt hennar á bókaflokknum Íslensk fyndni sem Gunnar á Selalæk tók saman á sínum tíma. Bækurnar voru mjög vinsælar en áhöld hafa verið um hvort þær séu yfirleitt fyndnar. Loks lítum við inn í nýja bókabúð sem nefnist Skálda og ræðum við bóksalann Einar Björn Magnússon. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær bækur: Þú ringlaði karlmaður eftir Rúnar Helga Vignisson og M-samtöl. Úrval, en þar birtast mögnuð viðtöl sem Matthías Johannessen tók á sinni tíð.
FYRSTA ÞÁTTARÖÐ. Þáttaröð í sex hlutum þar sem fjallað er um sameiginlegar minningar íslensku þjóðarinnar á léttan og nýstárlegan hátt. Umsjónarmennirnir Margrét Blöndal og Felix Bergsson leggjast í fullkomlega óvísindalega mannfræðirannsókn til að reyna að skilja íslensku þjóðina betur á hundrað ára afmæli fullveldisins. Meðal þess sem þau skoða eru dellurnar sem þjóðin hefur gengið með í gegnum tíðina, nekt á Íslandi, og svo verða séríslensku sunnudagarnir sérstaklega kannaðirr. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Þær eru margar dellurnar sem íslenska þjóðin hefur verið heltekin og gagntekin af í gegnum tíðina. Carmen rúllur, fótanuddtæki, hráfæði, sveppir, gerlar og ljósabekkir. Sagan um Orobronze æðið verður sögð og einnig fjölmargar sögur af stórundarlegum megrunarkúrum. Þjóðin leitar enn að hamingjunni og hinni fullkomnu líðan í Veröld sem var.
Nýir þættir sem fjalla um hringrásarhagkerfið, þar sem hlutir og hráefni fara í hring og eins manns rusl verður annars fjársjóður. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Freyr Eyjólfsson. Framleiðsla: Republik.
Er hægt að lifa plastlausu lífi? Þarf að breyta kerfunum sem við búum við til að auðvelda okkur að vera umhverfisvæn?
Þættir um börn og ungmenni sem eiga annað móðurmál en íslensku og hafa hlotið Íslenskuverðlaun unga fólksins. Dagskrárgerð og umsjón: Hafsteinn Vilhelmsson.
Alisa fæddist í Úkraínu árið 2012. Hún flutti með foreldrum sínum til Íslands 2019, þegar hún var átta ára, en hóf þó ekki skólagöngu fyrr en ári seinna, haustið 2020. Alissa segir að þolinmæði kennara skipti miklu máli þegar kemur að því að kenna nemendum með annað móðurmál íslensku.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
Háværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi kennir óvart einu barni sínu blótsyrði. Hann þarf nú að koma í veg fyrir að hin yngri læri það líka!
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Vikinglottó-útdráttur vikunnar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Sænskir þættir frá 2023. Micke Leijnegard fær gamlan bát gefins þegar eigandi bátsins til nærri sex áratuga treystir sér ekki til að sjá um hann lengur. Nú hefur Micke tvo mánuði til að gera bátinn sjófæran.
Portúgalskir spennuþættir frá 2023. Sagnfræðiprófessorinn Tomás de Noronha er sérfræðingur í dulritun og fornmálum. Þegar hann er fenginn til að ráða dularfull skilaboð hefst atburðarás sem gæti breytt heimssögunni. Þáttaröðin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir José Rodrigues dos Santos. Aðalhlutverk: Paulo Pires, Deborah Secco go Ana Sofia Martins. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.