Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Síðasta Kiljan fyrir jól er fjarskalega efnismikil. Ólafur Jóhann Ólafsson ræðir um skáldsögu sína Kvöldsónötuna. Eiríkur Jónsson læknir segir frá fyrstu bók sinni sem nefnist Andrými. Árni Helgason er einnig að senda frá sér fyrstu bók sem nefnist Aftenging. Brynhildur Þórarinsdóttir hittir okkur í Verkó til að tala um unglingasöguna Silfurgengið. Haukur Már Helgason segir frá bók sinni Staðreyndunum. Steinunn G. Helgadóttir er höfundur Síðustu daga skeljaskrímslisins - sendir nú frá sér bók eftir nokkurt hlé. Hallgrímur Helgason flytur kvæði úr ljóðasafninu Drungabrim í dauðum sjó. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Sjá dagar koma eftir Einar Kárason, Allt frá hatti oní skó eftir Einar Má Guðmundsson og Kómetu eftir Aðalstein Emil Aðalsteinsson.
Þættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Í þættinum kynnumst við aðstoðarmanni jólasveinanna í póstburði.

Talsett norskt jóladagatal. Nói er 10 ára og á sér afar dýrmæta jólaósk. En hvað ef bréfið hans til jólasveinsins kemst ekki til skila? Hinn töfrandi og leyndardómsfulli heimur Snæholts opnast á nýjan leik.
Lúna reynir að sannfæra Bryndísi um að Vetur hafi aftur eitthvað illt í huga.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Á meðan Þorri og Eysteinn sofa vært byrjar ljósið í lampanum að blikka. Þura rankar við sér og sér hvað leynist í lampanum.

Bresk sjónvarpsþáttaröð úr heimi vísindaskáldskapar fyrir unglinga. Árið 1997 hurfu fjórir krakkar úr Silfruskógi. Tuttugu og þremur árum seinna ákveður strákur einn að komast að því hvað í raun og veru gerðist í skóginum þennan örlagaríka dag.
Hvað ætli sé á bak við dularfullu rauðu hurðina?

Norsk gamanþáttaröð tekin upp í Karls Jóhanns-götu í Osló. Þar getur næstum allt gerst og fólkið á götunni lendir óvart í sjónvarpinu. Umsjónarmenn eru Erik Solbakken og Hasse Hope. e.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Breskir sakamálaþættir frá 2024 um rannsóknarlögreglumanninn Humphrey Goodman sem rannsakar glæpi í litlu samfélagi í Devon á Englandi. Aðalhlutverk: Kris Marshall, Sally Bretton og Zahra Ahmadi.

Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Jólalagaþáttur Vikunnar með Gísla Marteini.
Gísli, Berglind Festival og Snorri Helgason rifja upp gömul jólalög úr Vikunni til þess að koma sér í jólaskap. Snorri Helga flytur lagið Bara ef ég væri hann í lok þáttar ásamt Valdimar og Berndsen.

Jólagamanmynd frá 1996 með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki. Howard er alltaf upptekinn í vinnunni og hefur lítinn tíma til að sinna fjölskyldunni. Hann missir af karatemóti sonar síns og er staðráðinn í að bæta honum það upp með því að kaupa handa honum hina fullkomnu jólagjöf. Eina vandamálið er að það er kominn aðfangadagur og leikfangið sem sonur hans óskar sér er alls staðar uppselt. Leikstjóri: Brian Levant. Meðal leikenda eru Rita Wilson, Sinbad og Phil Hartman.

Dönsk rómantísk gamanmynd frá 2022 í leikstjórn Lars Kaalund. Maja reynir að ná tökum á lífi sínu og komast að því hver hún er án eiginmannsins síns eftir að hann óskar skyndilega eftir skilnaði. Aðalhlutverk: Mille Dinesen, Ulrich Thomsen og Casper Crump. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Leikir í bikarkeppni karla í handbolta.
Leikur KA - Fram í 8-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta.

Leikir í bikarkeppni karla í handbolta.
Leikur Aftureldingar og FH í 8-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.