Andrésblöð, Syrpur og Disney bækur
Hvaða Disney-bækur eru vinsælar um þessar mundir? Hver er munurinn á Andrésblöðum og Syrpum? Er erfitt að finna íslensk nöfn á erlendar sögupersónur?
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann